Körfubolti

Brynjar: Versta tap sem ég hef upplifað á ferlinum

Árni Jóhannsson skrifar
Brynjar var svekktur í kvöld.
Brynjar var svekktur í kvöld. vísir/bára
Hann var að vonum ekki sáttur með úrslitin hann Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, eftir að Stólarnir töpuðu á heimavelli fyrir KR í kvöld.

Hann var lengi að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann var spurður að því hver hans fyrstu viðbrögð væru.

„Aulaleg mistök út í eitt. Það er bara svo dýrt á móti svona góðum liðum og við erum með þá í þriðja leikhluta og hvað gerum við. Við förum að tapa boltanum.“

„Við leyfum þeim að fara upp í hraðaupphlaup og hleypum þeim í galopna þrista. Þannig komust þeir aftur inn í leikinn bara út af því að við gefum þeim galopna þrista. Það er bara þannig.“

Brynjar var auðvitað í kvöld að spila gegn sínu uppeldisfélagi. Hann segir að það sé gaman en ekki eins gaman að tapa gegn þeim.

„Það var mjög gaman að spila á móti mínum gömlu félögum en að sama skapi er þetta versta tap sem ég hef upplifað á ferlinum.“

Fyrir næsta leik þá var Brynjar handviss um hvað Tindastóll þyrfti að gera.

„Vinna. Við þurfum að halda áfram að safna stigum til að halda okkur í efstu tveimur sætum en þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara ef við ætlum að gera svona mistök.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×