Fullkomin óvissa og lagerinn lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 12:00 Toys R' Us rekur meðal annars verslun á Smáratorgi. Vísir/Vilhelm Framtíð verslana Toys R'Us hér á landi er enn í óvissu. Þetta segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri á Smáratorgi. Danska móðurfyrirtækið Top Toy var úrskurðað gjaldþrota í lok desember en félagið hafði vikur og mánuði á undan unnið að endurskipulagningu til að bjarga rekstrinum. „Það hafa engar fregnir borist í morgun,“ segir Sigurður. „Staðan er sú sama og síðustu vikur.“Fram hefur komið að verslanir verði opnar út janúar hið minnsta. Þá voru viðskiptavinir hvattir til að nota gjafabréf meðan hægt væri.Ekki stór lager Hann segir ekki von á neinum nýjum leikföngum á næstunni. Það sem hafi bæst í hillur verslunarinnar á Smáratorgi sé það sem barst á milli jóla og nýárs. „Stock-ið er ekki mikið,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort starfsfólk sé áhyggjufullt segir hann bæði já og nei. Vissulega sé mikil óvissa í loftinu. Auk verslunarinnar á Smáratorgi eru Toys R'Us verslanir á Glerártorgi á Akureyri og Kringlunni í Reykjavík.Tíðar fregnir af rekstrarvanda Norskir miðlar áætluðu í lok desember að öllum verslunum Toys R' Us þar í landi yrði lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi myndu missa vinnuna. Sama óvissa virðist vera uppi í verslunum þar í landi og beðið tíðinda frá Danmörku. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi desember kom fram að Top Toy hefði í hyggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Neytendur Tengdar fréttir Viðskiptavinir Toys R' Us hvattir til að nýta gjafabréf „meðan það er hægt“ Enn liggur ekkert fyrir um framtíð verslana Toys R' Us á Íslandi. 2. janúar 2019 11:07 Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu. 28. desember 2018 16:21 Toys R' Us opið út janúar hið minnsta Verslanir Toys R' Us á Íslandi verða opnar út janúarmánuð hið minnsta. 7. janúar 2019 10:38 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Framtíð verslana Toys R'Us hér á landi er enn í óvissu. Þetta segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri á Smáratorgi. Danska móðurfyrirtækið Top Toy var úrskurðað gjaldþrota í lok desember en félagið hafði vikur og mánuði á undan unnið að endurskipulagningu til að bjarga rekstrinum. „Það hafa engar fregnir borist í morgun,“ segir Sigurður. „Staðan er sú sama og síðustu vikur.“Fram hefur komið að verslanir verði opnar út janúar hið minnsta. Þá voru viðskiptavinir hvattir til að nota gjafabréf meðan hægt væri.Ekki stór lager Hann segir ekki von á neinum nýjum leikföngum á næstunni. Það sem hafi bæst í hillur verslunarinnar á Smáratorgi sé það sem barst á milli jóla og nýárs. „Stock-ið er ekki mikið,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort starfsfólk sé áhyggjufullt segir hann bæði já og nei. Vissulega sé mikil óvissa í loftinu. Auk verslunarinnar á Smáratorgi eru Toys R'Us verslanir á Glerártorgi á Akureyri og Kringlunni í Reykjavík.Tíðar fregnir af rekstrarvanda Norskir miðlar áætluðu í lok desember að öllum verslunum Toys R' Us þar í landi yrði lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi myndu missa vinnuna. Sama óvissa virðist vera uppi í verslunum þar í landi og beðið tíðinda frá Danmörku. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi desember kom fram að Top Toy hefði í hyggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target.
Neytendur Tengdar fréttir Viðskiptavinir Toys R' Us hvattir til að nýta gjafabréf „meðan það er hægt“ Enn liggur ekkert fyrir um framtíð verslana Toys R' Us á Íslandi. 2. janúar 2019 11:07 Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu. 28. desember 2018 16:21 Toys R' Us opið út janúar hið minnsta Verslanir Toys R' Us á Íslandi verða opnar út janúarmánuð hið minnsta. 7. janúar 2019 10:38 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Viðskiptavinir Toys R' Us hvattir til að nýta gjafabréf „meðan það er hægt“ Enn liggur ekkert fyrir um framtíð verslana Toys R' Us á Íslandi. 2. janúar 2019 11:07
Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Léleg jólaverslun reið Top Toy að fullu. 28. desember 2018 16:21
Toys R' Us opið út janúar hið minnsta Verslanir Toys R' Us á Íslandi verða opnar út janúarmánuð hið minnsta. 7. janúar 2019 10:38