Bjarni Ármannsson nýr forstjóri Iceland Seafood Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 09:51 Bjarni Ármannsson. Mynd/Iceland Seafood Stjórn Iceland Seafood International, ISI, hefur ákveðið að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISI. Bjarni hefur verið stjórnarformaður ISI frá því í september 2018 en stígur nú úr stjórninni og tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar sem hefur óskað eftir því að stíga til hliðar eftir níu ár í forstjórastól. Þá er Bjarni fyrrverandi forstjóri Glitnis.Sjá einnig: Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Haft er eftir Bjarna í tilkynningu að félagið standi fjárhagslega sterkt eftir öfluga leiðsögn Helga Antons og færir Bjarni honum þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu félagsins. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á þessu ári. Hjá félaginu starfa 630 starfsmenn í níu dótturfélögum, mestmegnis í Evrópu. Sú mikla þekking og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðsvegar um heim, er það sem gerir fyrirtækið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Það er spennandi að leiða þennan góða hóp inn í þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru og hlakka ég til þess.” Þá segist fráfarandi forstjóri, Helgi Anton, þakklátur fyrir ár sín sem forstjóri ISI en hann telji þetta rétta tímapunktinn til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tækifæra. „Félaginu hefur vegnað vel undanfarin ár og ber að þakka árangurinn okkar frábæra starfsfólki víða um heim og sterkum og traustum viðskiptavinum okkar á Íslandi og erlendis. Iceland Seafood starfar í krefjandi umhverfi alþjóðlegs sjávarútvegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröftuga vexti á næstu árum.” Þá hefur Lee Camfield framkvæmdastjóri einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Bæði Helgi Anton og Lee munu starfa náið með nýjum forstjóra næstu mánuði. Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52 Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Stjórn Iceland Seafood International, ISI, hefur ákveðið að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISI. Bjarni hefur verið stjórnarformaður ISI frá því í september 2018 en stígur nú úr stjórninni og tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar sem hefur óskað eftir því að stíga til hliðar eftir níu ár í forstjórastól. Þá er Bjarni fyrrverandi forstjóri Glitnis.Sjá einnig: Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Haft er eftir Bjarna í tilkynningu að félagið standi fjárhagslega sterkt eftir öfluga leiðsögn Helga Antons og færir Bjarni honum þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu félagsins. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á þessu ári. Hjá félaginu starfa 630 starfsmenn í níu dótturfélögum, mestmegnis í Evrópu. Sú mikla þekking og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðsvegar um heim, er það sem gerir fyrirtækið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Það er spennandi að leiða þennan góða hóp inn í þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru og hlakka ég til þess.” Þá segist fráfarandi forstjóri, Helgi Anton, þakklátur fyrir ár sín sem forstjóri ISI en hann telji þetta rétta tímapunktinn til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tækifæra. „Félaginu hefur vegnað vel undanfarin ár og ber að þakka árangurinn okkar frábæra starfsfólki víða um heim og sterkum og traustum viðskiptavinum okkar á Íslandi og erlendis. Iceland Seafood starfar í krefjandi umhverfi alþjóðlegs sjávarútvegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröftuga vexti á næstu árum.” Þá hefur Lee Camfield framkvæmdastjóri einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Bæði Helgi Anton og Lee munu starfa náið með nýjum forstjóra næstu mánuði.
Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52 Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00
Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52
Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36