Meniga kaupir sænskt félag Helgi Vífill Júlíusson skrifar 10. janúar 2019 07:00 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir að bankar vilji í auknum mæli skipta út eldri vildarkerfum. Fréttablaðið/SAJ Meniga hefur keypt sænska fjártæknifyrirtækið Wrapp. Félagið sérhæfir sig í sérsniðnum tilboðum til neytenda í Svíþjóð og Finnlandi. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir að við kaupin verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Hvatinn að kaupunum sé að saman geti umsvifin vaxið mun hraðar en í sitt hvoru lagi. Hugmyndin sé að keppa við Google og Facebook og verða leiðandi í stafrænum auglýsingum. Kaupin eru fjármögnuð með útgáfu nýrra hlutabréfa í Meniga. „Hluthafar Wrapp geta eignast allt að fjórðungs hlut í Meniga ef vöxturinn verður mikill á næstu árum,“ segir Georg í samtali við Fréttablaðið. Nordea, stærsti banki Norðurlanda, var stærsti hluthafi og viðskiptavinur fyrirtækisins og bætist bankinn í hóp hluthafa Meniga. Á meðal annarra hluthafa Meniga má nefna Swedbank, UniCredit og Íslandsbanka. Starfsmenn Wrapp eru 20 og eftir kaupin verða starfsmenn um 150. „Wrap er um fimm sinnum minna í sniðum en Meniga. Meniga velti um 12,6 milljónum evra á síðasta rekstrarári sem lauk í mars. Á síðasta ári velti Wrapp rúmlega þremur milljónum evra. Bæði félögin eru með ágætis tekjur miðað við stærð og nálægt því að vera rekin á núllinu. Wrapp er í örum vexti, tekjurnar uxu meira en 300 prósent í fyrra,“ segir Georg. Fram kemur í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum að grunnkaupverð Wrapp hafi numið 4,4 milljónum evra en við bættist árangurstengd þóknun sem byggir á árangri næstu ára. Hluthafar Wrapp geta fengið eins og fyrr segir allt að 25 prósent hlut í Meniga eftir kaupin.Stofnendurnir eiga fimmtung Georg segir að stofnendur Meniga, sem eru þrír, eigi um fimmtung í félaginu. Þeir hafi fengið fjárfesta til liðs við sig og félagið hafi sameinast Wrapp. Við það hafi hlutur þynnst. „Við teljum að virði hlutafjárins hafi aukist,“ segir hann og bendir á að félagið hafi sótt rúmlega níu milljónir evra á síðasta ári „án þess að brenna mikið af peningum. Fyrirtækið er vel fjármagnað til að leggja meiri áherslu á vöxt en hagnað.“ Meniga mun fyrst um sinn einblína á Norðurlöndin með endurgreiðslutilboð byggt á neyslu hvers og eins. „Við viljum byrja á að sýna fram á að geta gert þetta á Norðurlöndum. Í flestum löndum er ekki boðið upp á þessa þjónustu. Við gerum ráð fyrir að þetta verði hratt vaxandi markaður. Við teljum rökréttast að byggja það upp í samstarfi við stærsta banka hvers lands. Þessi þjónusta á heima í netbönkum,“ segir hann. Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins merki það „mjög skýrt“ að bankar víða um heim séu að skoða lausnir sem þessar í því augnamiði að skipta út eldri vildarkerfi sem kosti þá fé og skili lítilli tryggð.Norðurlöndin byrjunarreitur Norðurlöndin hafi orðið fyrir valinu því þar sé reiðufé lítið heldur séu stafrænar lausnir nýttar, neytendur séu fljótir að tileinka sér tæknilausnir og stórir norrænir bankar séu áhugasamir um að eiga saman hluti í fjártæknifyrirtækjum sem þrói lausnir sem bankar geti nýtt sér. „Bankar á Norðurlöndum átta sig betur en víða annars staðar á að stóra samkeppnin er ekki endilega næsti banki heldur Alibaba, Google, Facebook og Amazon. Við þær aðstæður er skynsamlegt að eiga í samstarfi um vissa þætti en halda áfram að keppa um viðskiptavini,“ segir Georg. Að hans sögn eru Facebook og Google stærstu stafrænu auglýsingamiðlar í heimi fyrir smásala. Smásalar séu á höttunum eftir fleiri leiðum til að auglýsa á netinu. Google-auglýsingar byggi fyrst og fremst á leitum á netinu og Facebook á tengingum við vini og áhugamál. „Við teljum gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því að byggja upp auglýsingamiðil byggðan á neyslusögu en að því sögðu er notandinn og hans ánægja í fyrirrúmi,“ segir Georg. Með þessum hætti geti auglýsendur haft yfirsýn yfir hverjir nýta sér tilboðin og hvort þeir viðskiptavinir haldi tryggð við fyrirtækið eða hafi einungis stokkið á tilboðið. Þær upplýsingar geti Facebook og Google ekki veitt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Meniga semur við þriðja stærsta banka Suðaustur-Asíu Meniga hefur gert samning við bankann United Overseas Bank (UOB) um að innleiða Meniga í nokkrum löndum Suðaustur-Asíu. 19. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Meniga hefur keypt sænska fjártæknifyrirtækið Wrapp. Félagið sérhæfir sig í sérsniðnum tilboðum til neytenda í Svíþjóð og Finnlandi. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir að við kaupin verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Hvatinn að kaupunum sé að saman geti umsvifin vaxið mun hraðar en í sitt hvoru lagi. Hugmyndin sé að keppa við Google og Facebook og verða leiðandi í stafrænum auglýsingum. Kaupin eru fjármögnuð með útgáfu nýrra hlutabréfa í Meniga. „Hluthafar Wrapp geta eignast allt að fjórðungs hlut í Meniga ef vöxturinn verður mikill á næstu árum,“ segir Georg í samtali við Fréttablaðið. Nordea, stærsti banki Norðurlanda, var stærsti hluthafi og viðskiptavinur fyrirtækisins og bætist bankinn í hóp hluthafa Meniga. Á meðal annarra hluthafa Meniga má nefna Swedbank, UniCredit og Íslandsbanka. Starfsmenn Wrapp eru 20 og eftir kaupin verða starfsmenn um 150. „Wrap er um fimm sinnum minna í sniðum en Meniga. Meniga velti um 12,6 milljónum evra á síðasta rekstrarári sem lauk í mars. Á síðasta ári velti Wrapp rúmlega þremur milljónum evra. Bæði félögin eru með ágætis tekjur miðað við stærð og nálægt því að vera rekin á núllinu. Wrapp er í örum vexti, tekjurnar uxu meira en 300 prósent í fyrra,“ segir Georg. Fram kemur í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum að grunnkaupverð Wrapp hafi numið 4,4 milljónum evra en við bættist árangurstengd þóknun sem byggir á árangri næstu ára. Hluthafar Wrapp geta fengið eins og fyrr segir allt að 25 prósent hlut í Meniga eftir kaupin.Stofnendurnir eiga fimmtung Georg segir að stofnendur Meniga, sem eru þrír, eigi um fimmtung í félaginu. Þeir hafi fengið fjárfesta til liðs við sig og félagið hafi sameinast Wrapp. Við það hafi hlutur þynnst. „Við teljum að virði hlutafjárins hafi aukist,“ segir hann og bendir á að félagið hafi sótt rúmlega níu milljónir evra á síðasta ári „án þess að brenna mikið af peningum. Fyrirtækið er vel fjármagnað til að leggja meiri áherslu á vöxt en hagnað.“ Meniga mun fyrst um sinn einblína á Norðurlöndin með endurgreiðslutilboð byggt á neyslu hvers og eins. „Við viljum byrja á að sýna fram á að geta gert þetta á Norðurlöndum. Í flestum löndum er ekki boðið upp á þessa þjónustu. Við gerum ráð fyrir að þetta verði hratt vaxandi markaður. Við teljum rökréttast að byggja það upp í samstarfi við stærsta banka hvers lands. Þessi þjónusta á heima í netbönkum,“ segir hann. Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins merki það „mjög skýrt“ að bankar víða um heim séu að skoða lausnir sem þessar í því augnamiði að skipta út eldri vildarkerfi sem kosti þá fé og skili lítilli tryggð.Norðurlöndin byrjunarreitur Norðurlöndin hafi orðið fyrir valinu því þar sé reiðufé lítið heldur séu stafrænar lausnir nýttar, neytendur séu fljótir að tileinka sér tæknilausnir og stórir norrænir bankar séu áhugasamir um að eiga saman hluti í fjártæknifyrirtækjum sem þrói lausnir sem bankar geti nýtt sér. „Bankar á Norðurlöndum átta sig betur en víða annars staðar á að stóra samkeppnin er ekki endilega næsti banki heldur Alibaba, Google, Facebook og Amazon. Við þær aðstæður er skynsamlegt að eiga í samstarfi um vissa þætti en halda áfram að keppa um viðskiptavini,“ segir Georg. Að hans sögn eru Facebook og Google stærstu stafrænu auglýsingamiðlar í heimi fyrir smásala. Smásalar séu á höttunum eftir fleiri leiðum til að auglýsa á netinu. Google-auglýsingar byggi fyrst og fremst á leitum á netinu og Facebook á tengingum við vini og áhugamál. „Við teljum gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því að byggja upp auglýsingamiðil byggðan á neyslusögu en að því sögðu er notandinn og hans ánægja í fyrirrúmi,“ segir Georg. Með þessum hætti geti auglýsendur haft yfirsýn yfir hverjir nýta sér tilboðin og hvort þeir viðskiptavinir haldi tryggð við fyrirtækið eða hafi einungis stokkið á tilboðið. Þær upplýsingar geti Facebook og Google ekki veitt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Meniga semur við þriðja stærsta banka Suðaustur-Asíu Meniga hefur gert samning við bankann United Overseas Bank (UOB) um að innleiða Meniga í nokkrum löndum Suðaustur-Asíu. 19. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30
Meniga semur við þriðja stærsta banka Suðaustur-Asíu Meniga hefur gert samning við bankann United Overseas Bank (UOB) um að innleiða Meniga í nokkrum löndum Suðaustur-Asíu. 19. nóvember 2018 10:06