Körfubolti

Gríska fríkið hafði betur gegn Harden

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gríska fríkið á ferðinni í nótt.
Gríska fríkið á ferðinni í nótt. vísir/getty

Það vantaði ekki tilþrifin í leik Houston og Milwaukee í nótt þar sem James Harden og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum. Antetokounmpo hafði betur að lokum.

Gríska fríkið skoraði 27 stig og tók 21 frákast í flottum útisigri á Rockets. Fyrsta heimavallartap Rockets í ellefu leikjum.

Harden var venju samkvæmt með skotsýningu. Skoraði 42 stig og tók líka 11 fráköst. Tvær tvöfaldar tvennur í röð í miðri viku.

Milwaukee er á toppi austurdeildarinnar en Houston er í sjötta sæti í vestrinu.

LA Lakers er enn að spila án LeBron James en það kom ekki að sök því Kyle Kuzma átti besta leik ferilsins í nótt og skoraði 41 stig í sigri á Detroit.

Anthony Davis var óstöðvandi í liði New Orleans og skoraði 38 stig og tók 13 fráköst í stórsigri á Cleveland.

Úrslit:

Boston-Indiana  135-108
Washington-Philadelphia  123-106
Brooklyn-Atlanta  116-100
Houston-Milwaukee  109-116
Memphis-San Antonio  96-86
New Orleans-Cleveland  140-124
Dallas-Phoenix  104-94
Utah-Orlando  106-93
Portland-Chicago  124-112
LA Lakers-Detroit  113-100

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.