Körfubolti

Gríska fríkið hafði betur gegn Harden

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gríska fríkið á ferðinni í nótt.
Gríska fríkið á ferðinni í nótt. vísir/getty
Það vantaði ekki tilþrifin í leik Houston og Milwaukee í nótt þar sem James Harden og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum. Antetokounmpo hafði betur að lokum.

Gríska fríkið skoraði 27 stig og tók 21 frákast í flottum útisigri á Rockets. Fyrsta heimavallartap Rockets í ellefu leikjum.

Harden var venju samkvæmt með skotsýningu. Skoraði 42 stig og tók líka 11 fráköst. Tvær tvöfaldar tvennur í röð í miðri viku.

Milwaukee er á toppi austurdeildarinnar en Houston er í sjötta sæti í vestrinu.

LA Lakers er enn að spila án LeBron James en það kom ekki að sök því Kyle Kuzma átti besta leik ferilsins í nótt og skoraði 41 stig í sigri á Detroit.

Anthony Davis var óstöðvandi í liði New Orleans og skoraði 38 stig og tók 13 fráköst í stórsigri á Cleveland.

Úrslit:

Boston-Indiana  135-108

Washington-Philadelphia  123-106

Brooklyn-Atlanta  116-100

Houston-Milwaukee  109-116

Memphis-San Antonio  96-86

New Orleans-Cleveland  140-124

Dallas-Phoenix  104-94

Utah-Orlando  106-93

Portland-Chicago  124-112

LA Lakers-Detroit  113-100

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×