Anna Björg nýr framkvæmdastjóri Strandagaldurs Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2019 12:35 Anna Björg Þórarinsdóttir. Mynd/Strandagaldur Anna Björg Þórarinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Strandagaldurs sem stendur á bak við uppbyggingu og rekstur Galdrasýningar á Hólmavík á Ströndum. Anna Björg tekur við stöðunni af Sigurði Atlasyni sem varð bráðkvaddur í nóvember, 57 ára að aldri. Hann hafði staðið að safninu í tæpa tvo áratugi. Í tilkynningu frá Strandagaldri segir að Anna Björg sé með háskólapróf í ferðamálafræði og þýsku frá Háskóla Íslands og skrifaði á sínum tíma lokaverkefni sitt um þróun og starfsemi Strandagaldurs. „Síðar starfaði Anna Björg um tíma á Galdrasýningunni og Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík sem hefur síðustu árin verið samstarfsverkefni Strandagaldurs og sveitarfélagsins Strandabyggðar. Hún hefur því bæði reynslu og þekkingu á starfseminni. Að auki hefur Anna Björg fjölbreytta reynslu á sviði ferðamála og er menntaður leiðsögumaður. Það er stjórn Strandagaldurs mikið gleðiefni að tilkynna um ráðningu Önnu Bjargar og bjóða hana velkomna til starfa. Á stjórnarfundinum á laugardaginn varð einnig sú breyting á stjórn Strandagaldurs að Jón Jónsson þjóðfræðingur tók við sem stjórnarformaður af Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi sem hefur staðið við stjórnvölinn í fjölda ára. Stjórn Strandagaldurs skipa Jón Jónsson, Magnús Rafnsson, Ólafur Ingimundarson, Þórunn Einarsdóttir og Valgeir Benediktsson,“ segir í tilkynningunni. Strandabyggð Vistaskipti Tengdar fréttir Sigurður Atlason fallinn frá Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasafnsins á Hólmavík, er látinn 57 ára gamall en hann varð bráðkvaddur þann 20. nóvember. 26. nóvember 2018 18:06 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira
Anna Björg Þórarinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Strandagaldurs sem stendur á bak við uppbyggingu og rekstur Galdrasýningar á Hólmavík á Ströndum. Anna Björg tekur við stöðunni af Sigurði Atlasyni sem varð bráðkvaddur í nóvember, 57 ára að aldri. Hann hafði staðið að safninu í tæpa tvo áratugi. Í tilkynningu frá Strandagaldri segir að Anna Björg sé með háskólapróf í ferðamálafræði og þýsku frá Háskóla Íslands og skrifaði á sínum tíma lokaverkefni sitt um þróun og starfsemi Strandagaldurs. „Síðar starfaði Anna Björg um tíma á Galdrasýningunni og Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík sem hefur síðustu árin verið samstarfsverkefni Strandagaldurs og sveitarfélagsins Strandabyggðar. Hún hefur því bæði reynslu og þekkingu á starfseminni. Að auki hefur Anna Björg fjölbreytta reynslu á sviði ferðamála og er menntaður leiðsögumaður. Það er stjórn Strandagaldurs mikið gleðiefni að tilkynna um ráðningu Önnu Bjargar og bjóða hana velkomna til starfa. Á stjórnarfundinum á laugardaginn varð einnig sú breyting á stjórn Strandagaldurs að Jón Jónsson þjóðfræðingur tók við sem stjórnarformaður af Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi sem hefur staðið við stjórnvölinn í fjölda ára. Stjórn Strandagaldurs skipa Jón Jónsson, Magnús Rafnsson, Ólafur Ingimundarson, Þórunn Einarsdóttir og Valgeir Benediktsson,“ segir í tilkynningunni.
Strandabyggð Vistaskipti Tengdar fréttir Sigurður Atlason fallinn frá Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasafnsins á Hólmavík, er látinn 57 ára gamall en hann varð bráðkvaddur þann 20. nóvember. 26. nóvember 2018 18:06 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira
Sigurður Atlason fallinn frá Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasafnsins á Hólmavík, er látinn 57 ára gamall en hann varð bráðkvaddur þann 20. nóvember. 26. nóvember 2018 18:06