Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. janúar 2019 08:00 Ríkisendurskoðun hefur stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu. Fréttablaðið/ERNIR Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu sem taka mun til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. Ríkisendurskoðandi segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ráðist sé í slíka úttekt. Ekki fæst uppgefið hvert tilefni úttektarinnar er, eða staða, en Ríkisendurskoðun kannar almennt í slíkum úttektum meðferð og nýtingu almannafjár og bendir á leiðir til að úrbóta. Útvarpsstjóri telur úttektina tímabæra. „Ýmsar ástæður eru fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni fjárhagsstöðu, hagkvæmni og skilvirkni embætta umfram það sem hefðbundin fjárhagsendurskoðun leiðir í ljós,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi í skriflegu en almennu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu átti Ríkisendurskoðun frumkvæði að umræddri stjórnsýsluúttek sem taka mun, sem fyrr segir, til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs. „Ráðuneytið hefur verið upplýst um fyrirhugaða stjórnsýsluúttekt en er ekki beinn aðili að málinu,“ segir í svari ráðuneytisins.Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. Fréttablaðið/Anton Brink Skúli Eggert segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka athuganir eða úttektir fyrr en endurskoðun eða stjórnsýsluúttekt er lokið. Skýrslur fari fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umræðu og síðan á vef stofnunarinnar þar sem þær verða öllum aðgengilegar. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda getur Ríkisendurskoðun gert stjórnsýsluúttektir hjá öllum þeim aðilum sem fjármagna starfsemi sína með ríkisfé, ríkið á að hálfu eða meira eða njóta framlaga úr ríkissjóði vegna þjónustu sem þeir veita. Nokkur hluti úttektanna er jafnan saminn að beiðni Alþingis, einstakra ráðuneyta eða ríkisstofnana en aðrar eru unnar að frumkvæði Ríkisendurskoðunar eins og nú er raunin með RÚV. Þegar Ríkisendurskoðun á frumkvæðið eru viðfangsefnin meðal annars valin út frá fjárhagslegu umfangi þeirra, áhættumati, svigrúmi til úrbóta og fyrri úttektum stofnunarinnar. Eftir því sem næst verður komist fór síðasta stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu fram fyrir 24 árum, árið 1995, þá að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Þar áður var slík úttekt gerð árið 1988. Útvarpsstjóri segir eðlilegt að ráðist sé í úttektina nú. Úttektir sem þessar séu eitt af hlutverkum Ríkisendurskoðunar en engin slík hafi farið fram síðan RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007. Eðlilegt sé að taka stöðuna. „Þessi tímapunktur er að mörgu leyti ágætur, rúm tíu ár eru liðin frá ohf-væðingu og RÚV hefur verið rekið hallalaust frá árinu 2014,“ segir Magnús. „Ríkisendurskoðun ber ábyrgð á endurskoðun ársreikninga RÚV en það er auðvitað hið besta mál að fá dýpri greiningu á tilteknum fjárhagslegum atriðum frá ohf-væðingu og við munum að sjálfsögðu aðstoða við verkið eins og óskað er eftir.“ Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu sem taka mun til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. Ríkisendurskoðandi segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ráðist sé í slíka úttekt. Ekki fæst uppgefið hvert tilefni úttektarinnar er, eða staða, en Ríkisendurskoðun kannar almennt í slíkum úttektum meðferð og nýtingu almannafjár og bendir á leiðir til að úrbóta. Útvarpsstjóri telur úttektina tímabæra. „Ýmsar ástæður eru fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni fjárhagsstöðu, hagkvæmni og skilvirkni embætta umfram það sem hefðbundin fjárhagsendurskoðun leiðir í ljós,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi í skriflegu en almennu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu átti Ríkisendurskoðun frumkvæði að umræddri stjórnsýsluúttek sem taka mun, sem fyrr segir, til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs. „Ráðuneytið hefur verið upplýst um fyrirhugaða stjórnsýsluúttekt en er ekki beinn aðili að málinu,“ segir í svari ráðuneytisins.Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. Fréttablaðið/Anton Brink Skúli Eggert segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka athuganir eða úttektir fyrr en endurskoðun eða stjórnsýsluúttekt er lokið. Skýrslur fari fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umræðu og síðan á vef stofnunarinnar þar sem þær verða öllum aðgengilegar. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda getur Ríkisendurskoðun gert stjórnsýsluúttektir hjá öllum þeim aðilum sem fjármagna starfsemi sína með ríkisfé, ríkið á að hálfu eða meira eða njóta framlaga úr ríkissjóði vegna þjónustu sem þeir veita. Nokkur hluti úttektanna er jafnan saminn að beiðni Alþingis, einstakra ráðuneyta eða ríkisstofnana en aðrar eru unnar að frumkvæði Ríkisendurskoðunar eins og nú er raunin með RÚV. Þegar Ríkisendurskoðun á frumkvæðið eru viðfangsefnin meðal annars valin út frá fjárhagslegu umfangi þeirra, áhættumati, svigrúmi til úrbóta og fyrri úttektum stofnunarinnar. Eftir því sem næst verður komist fór síðasta stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu fram fyrir 24 árum, árið 1995, þá að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Þar áður var slík úttekt gerð árið 1988. Útvarpsstjóri segir eðlilegt að ráðist sé í úttektina nú. Úttektir sem þessar séu eitt af hlutverkum Ríkisendurskoðunar en engin slík hafi farið fram síðan RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007. Eðlilegt sé að taka stöðuna. „Þessi tímapunktur er að mörgu leyti ágætur, rúm tíu ár eru liðin frá ohf-væðingu og RÚV hefur verið rekið hallalaust frá árinu 2014,“ segir Magnús. „Ríkisendurskoðun ber ábyrgð á endurskoðun ársreikninga RÚV en það er auðvitað hið besta mál að fá dýpri greiningu á tilteknum fjárhagslegum atriðum frá ohf-væðingu og við munum að sjálfsögðu aðstoða við verkið eins og óskað er eftir.“
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun