Seðlabankinn vilji að fjármagn fari úr landi „án mikilla átaka“ Jón Bjarki Bentsson skrifar 16. janúar 2019 00:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Nærtækasta skýringin á tíðum inngripum Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur er sú að bankinn hafi nokkuð skýrar upplýsingar um afmarkað fjármagnsflæði – flæði sem er tiltölulega vel skilgreint í fjárhæðum og tímasetningu – sem hann vilji að fari án mikilla átaka af markaðinum. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Ef bankinn ætlaði sér að standa gegn undirliggjandi þrýstingi á krónuna, það er einhverju flæði sem væri eðlilegt út frá grunnstærðum hagkerfisins, þá væri það til lítils og í raun ekki nema skammgóður vermir,“ nefnir hann.Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar LandsbankansDaníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir Seðlabankann ekki hafa útskýrt nægilega vel breytta stefnu sína þegar komi að inngripum á gjaldeyrismarkaði. Margir klóri sér í höfðinu yfir síðustu inngripum bankans. „Bankinn vill væntanlega ekki vera fyrirsjáanlegur en það felst einnig í því ókostur að vera ófyrirsjáanlegur. Það getur haft það í för með sér að inngripin verða ómarkviss,“ nefnir Daníel. Eins og fjallað er um hér til hliðar hefur Seðlabankinn undanfarið gripið ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum, meðal annars til þess að koma til móts við útflæði gjaldeyris af hálfu erlendra fjárfestingarsjóða. Jón Bjarki segir inngripin fela í sér talsverða stefnubreytingu frá því í haust. Gengishreyfing innan dags hafi verið mun hóflegri þegar bankinn hafi beitt inngripum nú en þá. „Seðlabankinn lýsti því vissulega yfir í lok síðasta árs að hann væri að breyta inngripastefnunni. Annars vegar sagðist bankinn ætla að bregðast við ef útflæði aflandskróna hefði áhrif á markaðinn. Það flæði er ekki farið af stað enda hefur frumvarpið ekki verið samþykkt. Hins vegar sagðist bankinn telja að núverandi gengi væri, ef eitthvað væri, undir tímabundnu jafnvægisgengi. Þessi áherslubreyting virðist hafa raungerst nú í annarri hegðun bankans á markaði,“ segir Jón Bjarki. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Nærtækasta skýringin á tíðum inngripum Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur er sú að bankinn hafi nokkuð skýrar upplýsingar um afmarkað fjármagnsflæði – flæði sem er tiltölulega vel skilgreint í fjárhæðum og tímasetningu – sem hann vilji að fari án mikilla átaka af markaðinum. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Ef bankinn ætlaði sér að standa gegn undirliggjandi þrýstingi á krónuna, það er einhverju flæði sem væri eðlilegt út frá grunnstærðum hagkerfisins, þá væri það til lítils og í raun ekki nema skammgóður vermir,“ nefnir hann.Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar LandsbankansDaníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir Seðlabankann ekki hafa útskýrt nægilega vel breytta stefnu sína þegar komi að inngripum á gjaldeyrismarkaði. Margir klóri sér í höfðinu yfir síðustu inngripum bankans. „Bankinn vill væntanlega ekki vera fyrirsjáanlegur en það felst einnig í því ókostur að vera ófyrirsjáanlegur. Það getur haft það í för með sér að inngripin verða ómarkviss,“ nefnir Daníel. Eins og fjallað er um hér til hliðar hefur Seðlabankinn undanfarið gripið ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum, meðal annars til þess að koma til móts við útflæði gjaldeyris af hálfu erlendra fjárfestingarsjóða. Jón Bjarki segir inngripin fela í sér talsverða stefnubreytingu frá því í haust. Gengishreyfing innan dags hafi verið mun hóflegri þegar bankinn hafi beitt inngripum nú en þá. „Seðlabankinn lýsti því vissulega yfir í lok síðasta árs að hann væri að breyta inngripastefnunni. Annars vegar sagðist bankinn ætla að bregðast við ef útflæði aflandskróna hefði áhrif á markaðinn. Það flæði er ekki farið af stað enda hefur frumvarpið ekki verið samþykkt. Hins vegar sagðist bankinn telja að núverandi gengi væri, ef eitthvað væri, undir tímabundnu jafnvægisgengi. Þessi áherslubreyting virðist hafa raungerst nú í annarri hegðun bankans á markaði,“ segir Jón Bjarki.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira