Flugeldasýning hjá Golden State Warriors og toppsætið er loksins aftur þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 07:30 Stephen Curry skoraði 31 stig á 30 mínútum og hvatti síðan liðsfélagana áfram á bekknum. Getty/Matthew Stockman Allt er að færast í eðlilegra horf í Vesturdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors komust aftur í efsta sætið í vestrinu eftir sigur í toppslag í nótt. Philadelphia 76ers burstaði Timberwolves, Giannis Antetokounmpo var með þrennu á 24 mínútum og Los Angeles Lakers vann nauðsynlegan sigur þegar Bulls komu í heimsókn.@StephenCurry30 (31 PTS, 8 3PM), @KlayThompson (31 PTS, 5 3PM), & @KDTrey5 (27 PTS, 5 3PM) combine for 89 points to lead the @warriors win in Denver! #DubNationpic.twitter.com/y0MWwBLbgt — NBA (@NBA) January 16, 2019Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu báðir 31 stig þegar Golden State Warriors vann 142-111 sigur á Denver Nuggets í leik á milli tveggja efstu liðanna í Vesturdeildinni. Denver Nuggets var á toppnum fyrir leikinn en Warriors menn tóku af þeim efsta sætið með þessum stórsigri. Golden State Warriors liðið setti líka NBA-met í fyrsta leikhlutanum þegar liðið skoraði 51 stig og setti niður tíu þriggja stiga körfur. Gamla metið var 50 stig og áttu það mörg lið en það hafði engu að síðustu ekki gerst síðan í nóvember 1990. Nú á bara hinsvegar eitt lið þetta met. „Fallegur, svo fallegur körfubolti. Ég man líka ekki eftir betri fyrsta leikhluta. Þetta var flugeldasýning,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors eftir leikinn. Golden State Warriors vann þarna sinn fimmta leik í röð og sjöunda sigurinn í síðustu átta leikjum. Stephen Curry, Klay Thompson og Kevin Durant hittu saman úr 18 af 28 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en Durant átti fínan leik líka og var með 27 stig og 6 stoðsendingar á 30 mínútum. Curry var með 4 stoðsendingar og skoraði 31 stig á 30 mínútum en Klay var með 31 stig á 25 mínútum. Það var fleira sem minnti aftur á meistaraliðið frá því í fyrra því Warriors liðið vann mínúturnar sem Draymond Green spilaði með 41 stigi. Hann var bara með 4 stig en gaf 13 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Malik Beasley var atkvæðamestur hjá Denver með 22 stig en besti maður liðsins í vetur, Nikola Jokic, var í villuvandræðum og spilaði aðeins í 23 mínútur. Hann endaði leikinn engu að síður með 17 stig og 8 stoðsendingar.The @sixers connect on a franchise-record 21 threes in the home win! #HereTheyComepic.twitter.com/wxrtleR8G9 — NBA (@NBA) January 16, 2019@JoelEmbiid (31 PTS, 13 REB) & @BenSimmons25 (20 PTS, 11 REB, 9 AST) fuel the @sixers home victory over Minnesota! #HereTheyComepic.twitter.com/Y2aAxf1NeZ — NBA (@NBA) January 16, 2019Joel Embiid var með 31 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann öruggan 149-107 sigur á Minnesota Timberwolves í fyrsta leik Jimmy Butler á móti sínum gömlu liðsfélögum í Minnesota. Philadelphia 76ers gaf tóninn strax í byrjun og skoraði á endnaum 83 stig í fyrri hálfleiknum. Jimmy Butler skoraði 19 stig í leiknum og hitti úr 8 af 10 skotum utan af velli. Ben Simmons vantaði líka bara eina stoðsendingu í þrennuna (20 sitg, 11 fráköst, 9 stoðsendingar..@Giannis_An34 records his 4th triple-double of the season for the @Bucks with 12 PTS, 10 REB, 10 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/rWneGpENpk — NBA (@NBA) January 16, 2019Giannis Antetokounmpo var með þrennu á aðeins 24 mínútum þegar Milwaukee Bucks fór létt með Miami Heat 124-86. Grikkinn öflugi var með 12 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.@ZO2_ tallies 19 PTS (3 3PM), 8 REB, 6 AST in the @Lakers W over CHI at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/iMK7l90wpy — NBA (@NBA) January 16, 2019Lonzo Ball skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann 107-100 heimasigur á Chicago Bulls. Kentavious Caldwell-Pope bætti við 17 stigum og þeir Brandon Ingram og Kyle Kuzma voru báðir með sextán stig. Lakers var búið að tapað tveimur leikjum í röð þar af leiknum á undan á móti Cleveland Cavaliers. Þetta var líka aðeins fjórði sigur Lakers í ellefu leikjum síðan að LeBron James meiddist. Luke Walton, þjálfari Lakers, gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir þennan leik því miðherjinn Tyson Chandler kom inn fyrir JaVale McGee og Josh Hart fór á bekkinn fyrir Kentavious Caldwell-Pope. Jabari Parker skoraði mest fyrir Chicago Bulls eða 18 stig á aðeins 17 mínútum af bekknum en Finninn Lauri Markkanen bætti við 17 stigum.@TheTraeYoung scores 24 PTS and hands out 11 AST to help the @ATLHawks earn the W! #TrueToAtlantapic.twitter.com/4KYswxrXaJ — NBA (@NBA) January 16, 2019Nýliðinn Trae Young skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar þegar lið hans Atlanta Hawks rúllaði yfir Oklahoma City Thunder 142-126 en John Collins var stigahæstur í Atlanta liðinu með 26 stig. Russell Westbrook var með 31 stig og 11 stoðsendingar í liði Thunder og Paul George skoraði 24 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 107-100 Denver Nuggets - Golden State Warriors 111-142 Milwaukee Bucks - Miami Heat 124-86 Atlanta Hawks - Oklahoma City Thunder 142-126 Indiana Pacers - Phoenix Suns 131-97 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 149-107 76ers- 149 points Hawks- 142 points Warriors- 142 points Three teams scored 140+ points tonight. The last day in which three teams did that was January 7, 1984 (Warriors – 154, Nuggets – 141, Knicks – 140). pic.twitter.com/HzxJm7XVG9 — NBA.com/Stats (@nbastats) January 16, 2019 NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Allt er að færast í eðlilegra horf í Vesturdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors komust aftur í efsta sætið í vestrinu eftir sigur í toppslag í nótt. Philadelphia 76ers burstaði Timberwolves, Giannis Antetokounmpo var með þrennu á 24 mínútum og Los Angeles Lakers vann nauðsynlegan sigur þegar Bulls komu í heimsókn.@StephenCurry30 (31 PTS, 8 3PM), @KlayThompson (31 PTS, 5 3PM), & @KDTrey5 (27 PTS, 5 3PM) combine for 89 points to lead the @warriors win in Denver! #DubNationpic.twitter.com/y0MWwBLbgt — NBA (@NBA) January 16, 2019Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu báðir 31 stig þegar Golden State Warriors vann 142-111 sigur á Denver Nuggets í leik á milli tveggja efstu liðanna í Vesturdeildinni. Denver Nuggets var á toppnum fyrir leikinn en Warriors menn tóku af þeim efsta sætið með þessum stórsigri. Golden State Warriors liðið setti líka NBA-met í fyrsta leikhlutanum þegar liðið skoraði 51 stig og setti niður tíu þriggja stiga körfur. Gamla metið var 50 stig og áttu það mörg lið en það hafði engu að síðustu ekki gerst síðan í nóvember 1990. Nú á bara hinsvegar eitt lið þetta met. „Fallegur, svo fallegur körfubolti. Ég man líka ekki eftir betri fyrsta leikhluta. Þetta var flugeldasýning,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors eftir leikinn. Golden State Warriors vann þarna sinn fimmta leik í röð og sjöunda sigurinn í síðustu átta leikjum. Stephen Curry, Klay Thompson og Kevin Durant hittu saman úr 18 af 28 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en Durant átti fínan leik líka og var með 27 stig og 6 stoðsendingar á 30 mínútum. Curry var með 4 stoðsendingar og skoraði 31 stig á 30 mínútum en Klay var með 31 stig á 25 mínútum. Það var fleira sem minnti aftur á meistaraliðið frá því í fyrra því Warriors liðið vann mínúturnar sem Draymond Green spilaði með 41 stigi. Hann var bara með 4 stig en gaf 13 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Malik Beasley var atkvæðamestur hjá Denver með 22 stig en besti maður liðsins í vetur, Nikola Jokic, var í villuvandræðum og spilaði aðeins í 23 mínútur. Hann endaði leikinn engu að síður með 17 stig og 8 stoðsendingar.The @sixers connect on a franchise-record 21 threes in the home win! #HereTheyComepic.twitter.com/wxrtleR8G9 — NBA (@NBA) January 16, 2019@JoelEmbiid (31 PTS, 13 REB) & @BenSimmons25 (20 PTS, 11 REB, 9 AST) fuel the @sixers home victory over Minnesota! #HereTheyComepic.twitter.com/Y2aAxf1NeZ — NBA (@NBA) January 16, 2019Joel Embiid var með 31 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann öruggan 149-107 sigur á Minnesota Timberwolves í fyrsta leik Jimmy Butler á móti sínum gömlu liðsfélögum í Minnesota. Philadelphia 76ers gaf tóninn strax í byrjun og skoraði á endnaum 83 stig í fyrri hálfleiknum. Jimmy Butler skoraði 19 stig í leiknum og hitti úr 8 af 10 skotum utan af velli. Ben Simmons vantaði líka bara eina stoðsendingu í þrennuna (20 sitg, 11 fráköst, 9 stoðsendingar..@Giannis_An34 records his 4th triple-double of the season for the @Bucks with 12 PTS, 10 REB, 10 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/rWneGpENpk — NBA (@NBA) January 16, 2019Giannis Antetokounmpo var með þrennu á aðeins 24 mínútum þegar Milwaukee Bucks fór létt með Miami Heat 124-86. Grikkinn öflugi var með 12 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.@ZO2_ tallies 19 PTS (3 3PM), 8 REB, 6 AST in the @Lakers W over CHI at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/iMK7l90wpy — NBA (@NBA) January 16, 2019Lonzo Ball skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann 107-100 heimasigur á Chicago Bulls. Kentavious Caldwell-Pope bætti við 17 stigum og þeir Brandon Ingram og Kyle Kuzma voru báðir með sextán stig. Lakers var búið að tapað tveimur leikjum í röð þar af leiknum á undan á móti Cleveland Cavaliers. Þetta var líka aðeins fjórði sigur Lakers í ellefu leikjum síðan að LeBron James meiddist. Luke Walton, þjálfari Lakers, gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir þennan leik því miðherjinn Tyson Chandler kom inn fyrir JaVale McGee og Josh Hart fór á bekkinn fyrir Kentavious Caldwell-Pope. Jabari Parker skoraði mest fyrir Chicago Bulls eða 18 stig á aðeins 17 mínútum af bekknum en Finninn Lauri Markkanen bætti við 17 stigum.@TheTraeYoung scores 24 PTS and hands out 11 AST to help the @ATLHawks earn the W! #TrueToAtlantapic.twitter.com/4KYswxrXaJ — NBA (@NBA) January 16, 2019Nýliðinn Trae Young skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar þegar lið hans Atlanta Hawks rúllaði yfir Oklahoma City Thunder 142-126 en John Collins var stigahæstur í Atlanta liðinu með 26 stig. Russell Westbrook var með 31 stig og 11 stoðsendingar í liði Thunder og Paul George skoraði 24 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 107-100 Denver Nuggets - Golden State Warriors 111-142 Milwaukee Bucks - Miami Heat 124-86 Atlanta Hawks - Oklahoma City Thunder 142-126 Indiana Pacers - Phoenix Suns 131-97 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 149-107 76ers- 149 points Hawks- 142 points Warriors- 142 points Three teams scored 140+ points tonight. The last day in which three teams did that was January 7, 1984 (Warriors – 154, Nuggets – 141, Knicks – 140). pic.twitter.com/HzxJm7XVG9 — NBA.com/Stats (@nbastats) January 16, 2019
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira