Hún fær miklu minna borgað en hinir aðstoðarþjálfararnir í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 10:30 Kristi Toliver. Vísir/Getty Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times. NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times.
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira