Viðskipti innlent

Ítarleg úttekt á því af hverju McDonalds gekk ekki upp hér landi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni.
Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni. Vísir/Vilhelm

Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær.

Sem kunnugt er voru útibú veitingastaðarins rekin hér á landi á árunum 1993 til 2009 en hrunið setti strik í reikininginn þar sem kaupa þurfti flest aðföng í þá rétti sem boðið var upp á erlendis frá. Var því síðustu stöðunum lokað árið 2009.

Í úttekt CNBC er meðal annars rætt við hamborgarasérfræðinginn Tómas Tómasson, stofnanda Hamborgarabúllunnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins þegar fyrsti McDonalds-staðurinn opnaði árið 1993.

„Það voru raðir dögum saman fyrir utan veitingastaðinn. Þeir seldu þúsundir hamborgara á hverjum degi. Eftir einhvern tíma fór þó nýja brumið af þessu og fólki fannst þetta orðið venjulegt,“ sagði Tómas.

Í úttektinni er opnun og lokun McDonalds hér á landi sett í samhengi við strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum. Er opnun McDonalds hér á landi árið 1993 meðal annars sagt hafa staðfest að Ísland væri loks orðið hluti af hinum nútímalega og hnattræna heimi.

Í myndbandinu er meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Árna Sverri Hafsteinsson, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar og hagfræðinginn Már Wolfgang Mixa þar sem þau fara yfir ástæður þess að ekki gekk að reka McDonalds hér á landi.

Fyrr í vetur var því haldið fram að McDonalds myndi snúa aftur til Íslands. Þær fréttir reyndust ekki vera réttar.

Úttekt CNBC má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.