Ísland stóðst ekki mat McDonald's Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:44 Gylltu bogarnir munu ekki lýsa upp íslenskt skammdegi á næstunni. McDonalds Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi, að sögn talsmanns fyrirtæksins í Bretlandi.Íslenskir fjölmiðlar gerðu sér mat úr því í gær að blaðamaður New York Post héldi því fram að svo væri. Það stæði hreinlega til að opna fjölda útibúa á Íslandi. Upplýsingarnar voru ekki hafðar eftir neinum en voru settar í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans.Sjá einnig: Segja McDonald's á leiðinni til ÍslandsVísir sendi fyrirspurn á hamborgarakeðjuna vegna málsins og það stóð ekki á svörum. Nei, Íslendingar þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að gylltu bogarnir skjóti upp kollinum hér á landi. Hamborgararisinn hefur alls engin áform um að opna útibú á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð. „Hjá McDonalds metum við og greinum þær viðskiptalegu- og efnahagslegu forsendur sem eru til staðar við mat á því hvort opna eigi veitingastað á nýju markaðssvæði. Á þessari stundu höfum við engin áform um að opna veitingastað á Íslandi,“ er haft eftir talsmanni McDonald's í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Ekki er veitt nánari útskýring á þessum forsendum í svari McDonald's. Því er ekki hægt að fullyrða um hvort það sé fámennið, ástand þjóðarbúsins eða eitthvað annað sem stendur í risanum. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009. Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi, að sögn talsmanns fyrirtæksins í Bretlandi.Íslenskir fjölmiðlar gerðu sér mat úr því í gær að blaðamaður New York Post héldi því fram að svo væri. Það stæði hreinlega til að opna fjölda útibúa á Íslandi. Upplýsingarnar voru ekki hafðar eftir neinum en voru settar í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans.Sjá einnig: Segja McDonald's á leiðinni til ÍslandsVísir sendi fyrirspurn á hamborgarakeðjuna vegna málsins og það stóð ekki á svörum. Nei, Íslendingar þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að gylltu bogarnir skjóti upp kollinum hér á landi. Hamborgararisinn hefur alls engin áform um að opna útibú á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð. „Hjá McDonalds metum við og greinum þær viðskiptalegu- og efnahagslegu forsendur sem eru til staðar við mat á því hvort opna eigi veitingastað á nýju markaðssvæði. Á þessari stundu höfum við engin áform um að opna veitingastað á Íslandi,“ er haft eftir talsmanni McDonald's í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Ekki er veitt nánari útskýring á þessum forsendum í svari McDonald's. Því er ekki hægt að fullyrða um hvort það sé fámennið, ástand þjóðarbúsins eða eitthvað annað sem stendur í risanum. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009.
Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55