Körfubolti

Jokic frábær er Denver fór aftur á flug

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jokic í kröppum dansi í nótt.
Jokic í kröppum dansi í nótt. vísir/getty

Tap í síðasta leik hafði engin áhrif á spútniklið Denver Nuggets í NBA-deildinni. Liðið lagði Miami í nótt þar sem Nikola Jokic var frábær.

Hann var með þrefalda tvennu eða 29 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Frábær leikur hjá honum og Denver ætlar ekkert að gefa eftir.

Stephen Curry, stórstjarna Golden State, var ekki í sama stuði gegn New York. Hann skoraði 14 stig í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í leiknum.

Úrslit:

Cleveland-Indiana  115-123
Philadelphia-Washington  132-115
Miami-Denver  99-103
Toronto-Atlanta  104-101
Oklahoma-Minnesota  117-119
Phoenix-Sacramento  115-111
Golden State-NY Knicks  122-95
LA Clippers-Charlotte  128-109

Staðan í NBA-deildinni.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.