Lokað en ekki vegna breytinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2019 18:00 Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06