Lokað en ekki vegna breytinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2019 18:00 Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira
Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira
Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06