Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 12:06 Orðalag miðanna sem tóku á móti viðskiptavinum Bílanausts í morgun var örlítið ónákvæmt að sögn stjórnarformanns fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira