Ófullnægjandi arðsemi íslensku bankanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2019 16:42 Stóru bankarnir þrír hafa 98 prósent hlutdeild hér á landi. Vísir Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að heildarafkoma stóru íslensku bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafi versnað undanfarin ár. Leita þurfi aftur til ársins 2011 til að finna lægri hagnaðartölur. Þetta kemur út í Fjármálum, riti Fjármálaeftirlitsins, sem gefið var út í dag. Bent er á ýmiss konar hagræðingu sem bankarnir hafi gripið til undanfarin misseri. Má þarf nefna fjárfestingu í tæknibúnaði og sjálfsafgreiðslulausnum, fækkun afgreiðslustaða og skerta þjónustu sumra þeirra sem og aðlögun í fjármagnsskipan. Þrátt fyrir þetta hafi heildarafkoma bankanna versnað. Eigin fjár bankanna var 6,1% að meðaltali árið 2018 og 6,8% á fyrsta ársfjórðungi 2019. Til samanburðar var vegið meðaltal af arðsemi rúmlega 150 evrópskra banka 7,1% árið 2018 samkvæmt gögnum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA). „Til lengdar munu hluthafar íslensku bankanna að öllum líkindum ekki sætta sig við svona lága arðsemi. Tímabil jákvæðra virðisbreytinga er væntanlega á enda en slíkar breytingar hafa haft hagstæð áhrif á afkomu bankanna um árabil og beint athyglinni,“ segir í umfjöllun eftirlitsins. Eitt þeirra tækifæra sem bent er á í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er aukið samstarf bankanna varðandi innviði og byggingu og rekstur grunnkerfa. Bent er á að meta mætti hvaða kerfislega mikilvægu innviðir gætu staðið utan samkeppnisumhverfis en samstarfi af því tagi eru settar talsverðar skorður í dag. Í desember 2017 fengu bankarnir undanþágu frá samkeppnislögum til að stofna og reka sameiginlegt seðlaver. Ávinningur þess er bæði aukið hagræði og bætt staða til að mæta öryggissjónarmiðum. Telur Fjármálaeftirlitið án vafa fleiri tækifæri af þessu tagi. Íslenskir bankar Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að heildarafkoma stóru íslensku bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafi versnað undanfarin ár. Leita þurfi aftur til ársins 2011 til að finna lægri hagnaðartölur. Þetta kemur út í Fjármálum, riti Fjármálaeftirlitsins, sem gefið var út í dag. Bent er á ýmiss konar hagræðingu sem bankarnir hafi gripið til undanfarin misseri. Má þarf nefna fjárfestingu í tæknibúnaði og sjálfsafgreiðslulausnum, fækkun afgreiðslustaða og skerta þjónustu sumra þeirra sem og aðlögun í fjármagnsskipan. Þrátt fyrir þetta hafi heildarafkoma bankanna versnað. Eigin fjár bankanna var 6,1% að meðaltali árið 2018 og 6,8% á fyrsta ársfjórðungi 2019. Til samanburðar var vegið meðaltal af arðsemi rúmlega 150 evrópskra banka 7,1% árið 2018 samkvæmt gögnum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA). „Til lengdar munu hluthafar íslensku bankanna að öllum líkindum ekki sætta sig við svona lága arðsemi. Tímabil jákvæðra virðisbreytinga er væntanlega á enda en slíkar breytingar hafa haft hagstæð áhrif á afkomu bankanna um árabil og beint athyglinni,“ segir í umfjöllun eftirlitsins. Eitt þeirra tækifæra sem bent er á í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er aukið samstarf bankanna varðandi innviði og byggingu og rekstur grunnkerfa. Bent er á að meta mætti hvaða kerfislega mikilvægu innviðir gætu staðið utan samkeppnisumhverfis en samstarfi af því tagi eru settar talsverðar skorður í dag. Í desember 2017 fengu bankarnir undanþágu frá samkeppnislögum til að stofna og reka sameiginlegt seðlaver. Ávinningur þess er bæði aukið hagræði og bætt staða til að mæta öryggissjónarmiðum. Telur Fjármálaeftirlitið án vafa fleiri tækifæri af þessu tagi.
Íslenskir bankar Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira