Ófullnægjandi arðsemi íslensku bankanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2019 16:42 Stóru bankarnir þrír hafa 98 prósent hlutdeild hér á landi. Vísir Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að heildarafkoma stóru íslensku bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafi versnað undanfarin ár. Leita þurfi aftur til ársins 2011 til að finna lægri hagnaðartölur. Þetta kemur út í Fjármálum, riti Fjármálaeftirlitsins, sem gefið var út í dag. Bent er á ýmiss konar hagræðingu sem bankarnir hafi gripið til undanfarin misseri. Má þarf nefna fjárfestingu í tæknibúnaði og sjálfsafgreiðslulausnum, fækkun afgreiðslustaða og skerta þjónustu sumra þeirra sem og aðlögun í fjármagnsskipan. Þrátt fyrir þetta hafi heildarafkoma bankanna versnað. Eigin fjár bankanna var 6,1% að meðaltali árið 2018 og 6,8% á fyrsta ársfjórðungi 2019. Til samanburðar var vegið meðaltal af arðsemi rúmlega 150 evrópskra banka 7,1% árið 2018 samkvæmt gögnum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA). „Til lengdar munu hluthafar íslensku bankanna að öllum líkindum ekki sætta sig við svona lága arðsemi. Tímabil jákvæðra virðisbreytinga er væntanlega á enda en slíkar breytingar hafa haft hagstæð áhrif á afkomu bankanna um árabil og beint athyglinni,“ segir í umfjöllun eftirlitsins. Eitt þeirra tækifæra sem bent er á í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er aukið samstarf bankanna varðandi innviði og byggingu og rekstur grunnkerfa. Bent er á að meta mætti hvaða kerfislega mikilvægu innviðir gætu staðið utan samkeppnisumhverfis en samstarfi af því tagi eru settar talsverðar skorður í dag. Í desember 2017 fengu bankarnir undanþágu frá samkeppnislögum til að stofna og reka sameiginlegt seðlaver. Ávinningur þess er bæði aukið hagræði og bætt staða til að mæta öryggissjónarmiðum. Telur Fjármálaeftirlitið án vafa fleiri tækifæri af þessu tagi. Íslenskir bankar Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira
Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að heildarafkoma stóru íslensku bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafi versnað undanfarin ár. Leita þurfi aftur til ársins 2011 til að finna lægri hagnaðartölur. Þetta kemur út í Fjármálum, riti Fjármálaeftirlitsins, sem gefið var út í dag. Bent er á ýmiss konar hagræðingu sem bankarnir hafi gripið til undanfarin misseri. Má þarf nefna fjárfestingu í tæknibúnaði og sjálfsafgreiðslulausnum, fækkun afgreiðslustaða og skerta þjónustu sumra þeirra sem og aðlögun í fjármagnsskipan. Þrátt fyrir þetta hafi heildarafkoma bankanna versnað. Eigin fjár bankanna var 6,1% að meðaltali árið 2018 og 6,8% á fyrsta ársfjórðungi 2019. Til samanburðar var vegið meðaltal af arðsemi rúmlega 150 evrópskra banka 7,1% árið 2018 samkvæmt gögnum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA). „Til lengdar munu hluthafar íslensku bankanna að öllum líkindum ekki sætta sig við svona lága arðsemi. Tímabil jákvæðra virðisbreytinga er væntanlega á enda en slíkar breytingar hafa haft hagstæð áhrif á afkomu bankanna um árabil og beint athyglinni,“ segir í umfjöllun eftirlitsins. Eitt þeirra tækifæra sem bent er á í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er aukið samstarf bankanna varðandi innviði og byggingu og rekstur grunnkerfa. Bent er á að meta mætti hvaða kerfislega mikilvægu innviðir gætu staðið utan samkeppnisumhverfis en samstarfi af því tagi eru settar talsverðar skorður í dag. Í desember 2017 fengu bankarnir undanþágu frá samkeppnislögum til að stofna og reka sameiginlegt seðlaver. Ávinningur þess er bæði aukið hagræði og bætt staða til að mæta öryggissjónarmiðum. Telur Fjármálaeftirlitið án vafa fleiri tækifæri af þessu tagi.
Íslenskir bankar Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira