Ófullnægjandi arðsemi íslensku bankanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2019 16:42 Stóru bankarnir þrír hafa 98 prósent hlutdeild hér á landi. Vísir Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að heildarafkoma stóru íslensku bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafi versnað undanfarin ár. Leita þurfi aftur til ársins 2011 til að finna lægri hagnaðartölur. Þetta kemur út í Fjármálum, riti Fjármálaeftirlitsins, sem gefið var út í dag. Bent er á ýmiss konar hagræðingu sem bankarnir hafi gripið til undanfarin misseri. Má þarf nefna fjárfestingu í tæknibúnaði og sjálfsafgreiðslulausnum, fækkun afgreiðslustaða og skerta þjónustu sumra þeirra sem og aðlögun í fjármagnsskipan. Þrátt fyrir þetta hafi heildarafkoma bankanna versnað. Eigin fjár bankanna var 6,1% að meðaltali árið 2018 og 6,8% á fyrsta ársfjórðungi 2019. Til samanburðar var vegið meðaltal af arðsemi rúmlega 150 evrópskra banka 7,1% árið 2018 samkvæmt gögnum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA). „Til lengdar munu hluthafar íslensku bankanna að öllum líkindum ekki sætta sig við svona lága arðsemi. Tímabil jákvæðra virðisbreytinga er væntanlega á enda en slíkar breytingar hafa haft hagstæð áhrif á afkomu bankanna um árabil og beint athyglinni,“ segir í umfjöllun eftirlitsins. Eitt þeirra tækifæra sem bent er á í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er aukið samstarf bankanna varðandi innviði og byggingu og rekstur grunnkerfa. Bent er á að meta mætti hvaða kerfislega mikilvægu innviðir gætu staðið utan samkeppnisumhverfis en samstarfi af því tagi eru settar talsverðar skorður í dag. Í desember 2017 fengu bankarnir undanþágu frá samkeppnislögum til að stofna og reka sameiginlegt seðlaver. Ávinningur þess er bæði aukið hagræði og bætt staða til að mæta öryggissjónarmiðum. Telur Fjármálaeftirlitið án vafa fleiri tækifæri af þessu tagi. Íslenskir bankar Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að heildarafkoma stóru íslensku bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafi versnað undanfarin ár. Leita þurfi aftur til ársins 2011 til að finna lægri hagnaðartölur. Þetta kemur út í Fjármálum, riti Fjármálaeftirlitsins, sem gefið var út í dag. Bent er á ýmiss konar hagræðingu sem bankarnir hafi gripið til undanfarin misseri. Má þarf nefna fjárfestingu í tæknibúnaði og sjálfsafgreiðslulausnum, fækkun afgreiðslustaða og skerta þjónustu sumra þeirra sem og aðlögun í fjármagnsskipan. Þrátt fyrir þetta hafi heildarafkoma bankanna versnað. Eigin fjár bankanna var 6,1% að meðaltali árið 2018 og 6,8% á fyrsta ársfjórðungi 2019. Til samanburðar var vegið meðaltal af arðsemi rúmlega 150 evrópskra banka 7,1% árið 2018 samkvæmt gögnum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA). „Til lengdar munu hluthafar íslensku bankanna að öllum líkindum ekki sætta sig við svona lága arðsemi. Tímabil jákvæðra virðisbreytinga er væntanlega á enda en slíkar breytingar hafa haft hagstæð áhrif á afkomu bankanna um árabil og beint athyglinni,“ segir í umfjöllun eftirlitsins. Eitt þeirra tækifæra sem bent er á í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er aukið samstarf bankanna varðandi innviði og byggingu og rekstur grunnkerfa. Bent er á að meta mætti hvaða kerfislega mikilvægu innviðir gætu staðið utan samkeppnisumhverfis en samstarfi af því tagi eru settar talsverðar skorður í dag. Í desember 2017 fengu bankarnir undanþágu frá samkeppnislögum til að stofna og reka sameiginlegt seðlaver. Ávinningur þess er bæði aukið hagræði og bætt staða til að mæta öryggissjónarmiðum. Telur Fjármálaeftirlitið án vafa fleiri tækifæri af þessu tagi.
Íslenskir bankar Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira