Ýmsar skattabreytingar um áramótin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 00:00 Skattar ríkisins á bensín og bíla hækka um 2,5 prósent um áramót. Mynd/Vísir. Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins. Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20