Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum. Nú er notagildi þeirra í fjármálakerfinu að koma í ljós. NORDICPHOTOS/GETTY Bálkakeðjur munu á endanum gjörbreyta uppbyggingu fjármálakerfisins með því að skera út milliliði og gera það skilvirkara. Þetta segir Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Kristján heldur erindi um áhrif bálkakeðja á bankakerfið á vorráðstefnu Reiknistofu bankanna í Hörpu sem hefst í hádeginu í dag. „Mörg stórfyrirtæki úti í heimi eru byrjuð að nýta bálkakeðjur og þessi þróun er að færast aukana,“ segir Kristján Ingi í samtali við Fréttablaðið. Bálkakeðjur (e. blockchain) eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmiss konar samskiptum og viðskiptum. Bálkakeðja er sívaxandi keðja af bálkum þar sem hver bálkur geymir dulkóðuð gögn um viðskipti eða aðrar upplýsingar. „Fjármálakerfið eins og það er í dag byggir á trausti á milli raða milliliða. Þetta fyrirkomulag er dýrt og það er erfitt að færa fjármuni til. Það sem bálkakeðjur gera er að þær skapa traust án aðkomu milliliða. Þær gera okkur kleift að færa fjármuni án þess að tala við greiðslukortafyrirtæki, banka o.s.frv. Kerfið verður skilvirkara og krafan um meiri skilvirkni er að drífa þessa þróun áfram,“ segir Kristján.Hvernig stuðla bálkakeðjur að trausti? „Þegar Bitcoin, sem byggist á bálkakeðjum, komu fram var í fyrsta sinn hægt að færa eignir til á internetinu án þess að afrita þær. Það hafði ekki verið hægt að gera áður. Þegar þú sendir tölvupóst þá fjölfaldast hann á öllum netþjónunum á leiðinni en það er ekki ásættanlegt þegar þú ert að færa til verðmæti. Þú vilt að verðmætin færist milli aðila. Þarna í fyrsta skiptið var hægt að færa til verðmæti eða eignarrétti með sannanlegum hætti. Þaðan kemur þetta traust. Notendur vita að þeir eru að færa verðmætin til með sannanlegum hætti og með tækni sem er búið að sannreyna. Ef ég veit hver þú ert þá get ég sent á þig og vitað að það komist á leiðarenda. Það er leiðin til að skera út þessa milliliði. Kristján nefnir sem dæmi um nýlega hagnýtingu bálkakeðja að bandaríski fjármálarisinn JP Morgan sé búinn að gefa út sína eigin rafmynt fyrir millibankaviðskipti. „Millibankaviðskipti eru gífurlega umfangsmikil en þau byggja á þungum kerfum. Menn sjá fyrir sér að gera þau mun skilvirkari með því að nýta bálkakeðjur. Þá geta bankarnir talað saman og deilt upplýsingum á snjallari hátt en áður í stað þess að allt sé á pappír og eyðublöðum. Óskilvirknin er leyst með sjálfvirknivæðingu.“ Kristján telur að innleiðing bálkakeðja í fjármálakerfinu geti gjörbreytt uppbyggingu kerfisins. „Fyrirtæki og seðlabankar eru að skoða að gefa út sínar eigin rafmyntir sem eru byggðar á lögeyri eins og Bandaríkjadal eða evru,“ segir Kristján og nefnir að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium stefni að því að gefa út evrur og krónur á bálkakeðjum hugsanlega á þessu ári. „Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum en nú er notagildi tækninnar að koma í ljós. Þessi þróun mun á endanum hafa þau áhrif að fjármálakerfið verður endurhannað frá grunni með tilliti til þessarar tækni.“ Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Sjá meira
Bálkakeðjur munu á endanum gjörbreyta uppbyggingu fjármálakerfisins með því að skera út milliliði og gera það skilvirkara. Þetta segir Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Kristján heldur erindi um áhrif bálkakeðja á bankakerfið á vorráðstefnu Reiknistofu bankanna í Hörpu sem hefst í hádeginu í dag. „Mörg stórfyrirtæki úti í heimi eru byrjuð að nýta bálkakeðjur og þessi þróun er að færast aukana,“ segir Kristján Ingi í samtali við Fréttablaðið. Bálkakeðjur (e. blockchain) eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmiss konar samskiptum og viðskiptum. Bálkakeðja er sívaxandi keðja af bálkum þar sem hver bálkur geymir dulkóðuð gögn um viðskipti eða aðrar upplýsingar. „Fjármálakerfið eins og það er í dag byggir á trausti á milli raða milliliða. Þetta fyrirkomulag er dýrt og það er erfitt að færa fjármuni til. Það sem bálkakeðjur gera er að þær skapa traust án aðkomu milliliða. Þær gera okkur kleift að færa fjármuni án þess að tala við greiðslukortafyrirtæki, banka o.s.frv. Kerfið verður skilvirkara og krafan um meiri skilvirkni er að drífa þessa þróun áfram,“ segir Kristján.Hvernig stuðla bálkakeðjur að trausti? „Þegar Bitcoin, sem byggist á bálkakeðjum, komu fram var í fyrsta sinn hægt að færa eignir til á internetinu án þess að afrita þær. Það hafði ekki verið hægt að gera áður. Þegar þú sendir tölvupóst þá fjölfaldast hann á öllum netþjónunum á leiðinni en það er ekki ásættanlegt þegar þú ert að færa til verðmæti. Þú vilt að verðmætin færist milli aðila. Þarna í fyrsta skiptið var hægt að færa til verðmæti eða eignarrétti með sannanlegum hætti. Þaðan kemur þetta traust. Notendur vita að þeir eru að færa verðmætin til með sannanlegum hætti og með tækni sem er búið að sannreyna. Ef ég veit hver þú ert þá get ég sent á þig og vitað að það komist á leiðarenda. Það er leiðin til að skera út þessa milliliði. Kristján nefnir sem dæmi um nýlega hagnýtingu bálkakeðja að bandaríski fjármálarisinn JP Morgan sé búinn að gefa út sína eigin rafmynt fyrir millibankaviðskipti. „Millibankaviðskipti eru gífurlega umfangsmikil en þau byggja á þungum kerfum. Menn sjá fyrir sér að gera þau mun skilvirkari með því að nýta bálkakeðjur. Þá geta bankarnir talað saman og deilt upplýsingum á snjallari hátt en áður í stað þess að allt sé á pappír og eyðublöðum. Óskilvirknin er leyst með sjálfvirknivæðingu.“ Kristján telur að innleiðing bálkakeðja í fjármálakerfinu geti gjörbreytt uppbyggingu kerfisins. „Fyrirtæki og seðlabankar eru að skoða að gefa út sínar eigin rafmyntir sem eru byggðar á lögeyri eins og Bandaríkjadal eða evru,“ segir Kristján og nefnir að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium stefni að því að gefa út evrur og krónur á bálkakeðjum hugsanlega á þessu ári. „Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum en nú er notagildi tækninnar að koma í ljós. Þessi þróun mun á endanum hafa þau áhrif að fjármálakerfið verður endurhannað frá grunni með tilliti til þessarar tækni.“
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Sjá meira