Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2019 12:39 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. Hugur Icelandair sé hjá starfsmönnum WOW á þessum sorgardegi í flugsögu Íslands. Bogi, sem ræddi við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2, segir að töluverður fjöldi fólks hafi sett sig í samband við Icelandair eftir að ljóst var að WOW hefði hætt starfsemi. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun sína, sem meðal annars felst í því að bjóða strandaglópum upp á sérfargjöld og að flytja starfsfólk WOW aftur til síns heima - því að kostnaðarlausu.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Enn er uppi óvissa um hvort Icelandair getur reitt sig á Boeing 737 MAX-vélarnar í áætlunarflugi sínu á næstu mánuðum. Félagið hefur notast við þrjár slíkar vélar en hafði fyrirhugað að hafa tekið níu MAX-þotur í notkun fyrir sumarið. Þau áform eru þó í lausu lofti eftir víðtækar kyrrsetningu á vélunum í kjölfar tveggja mannskæðra slysa á síðustu mánuðum. Bogi segir að fari svo að kyrrsetningin dragist á langinn verði Icelandair vitaskuld að gera viðeigandi breytingar á leiðakerfi sínu. Hann búist þó við því að til þess muni ekki koma, Boeing hafi gengið frá hugbúnaðaruppfærslu sem vonir standa til að verði til þess að vinda ofan af kyrrsetningunni. Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. Hugur Icelandair sé hjá starfsmönnum WOW á þessum sorgardegi í flugsögu Íslands. Bogi, sem ræddi við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2, segir að töluverður fjöldi fólks hafi sett sig í samband við Icelandair eftir að ljóst var að WOW hefði hætt starfsemi. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun sína, sem meðal annars felst í því að bjóða strandaglópum upp á sérfargjöld og að flytja starfsfólk WOW aftur til síns heima - því að kostnaðarlausu.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Enn er uppi óvissa um hvort Icelandair getur reitt sig á Boeing 737 MAX-vélarnar í áætlunarflugi sínu á næstu mánuðum. Félagið hefur notast við þrjár slíkar vélar en hafði fyrirhugað að hafa tekið níu MAX-þotur í notkun fyrir sumarið. Þau áform eru þó í lausu lofti eftir víðtækar kyrrsetningu á vélunum í kjölfar tveggja mannskæðra slysa á síðustu mánuðum. Bogi segir að fari svo að kyrrsetningin dragist á langinn verði Icelandair vitaskuld að gera viðeigandi breytingar á leiðakerfi sínu. Hann búist þó við því að til þess muni ekki koma, Boeing hafi gengið frá hugbúnaðaruppfærslu sem vonir standa til að verði til þess að vinda ofan af kyrrsetningunni.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30