Segir að verstu tímabilin hjá LeBron eigi eitt sameiginlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 17:00 LeBron James. getty/ Yong Teck Lim Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hefur spilað í öllum lokaúrslitum frá og með árinu 2011 eða átta í röð. Í ár verður hann ekki einu sinni með í einum leik í úrslitakeppninni. Það er þegar orðið ljóst að LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers verða ekki með í úrslitakeppninni í ár en lítið hefur gengið hjá liðinu eftir að James meiddist og forráðamenn liðsins reyndu að skipta út hálfu liðinu fyrir stórstjörnuna Anthony Davis. Bandarískir fjölmiðlamenn hafa verið að velta fyrir sér hvort tími LeBron James sem besta körfuboltamanns heims sé á enda og hér fyrir neðan má sjá umræðu um framtíðina hjá James í þættinum First Things First á Fox Sports.Post rookie year, the 3 worst years of LeBron's career: 1st year in Miami, 1st year back in Cleveland, 1st year with the Lakers. via @getnickwrightpic.twitter.com/2yppcyIUar — FOX Sports (@FOXSports) March 28, 2019Hér eru spekingarnir að velta fyrir sér hvernig lengri hvíld fari í hinn ótrúlega skrokk á LeBron James. James er vanalega að klára tímabilið í kringum 20. júní en núna endar það um miðjan apríl í síðasta lagi eða tveimur mánuðum fyrr. Nick Wright, annar umsjónarmanna First Things First, bendir þó á eina staðreynd um hvað verstu tímabil hjá LeBron eigi sameiginlegt en hann telur þá ekki með nýliðaárið hans. Það hefur nefnilega ekki gengið alltof vel á fyrsta árinu, hvort sem það var þegar hann fór í Miami Heat, kom til baka í Cleveland Cavaliers eða samdi við Los Angeles Lakers. LeBron James vann aftur á móti titil á öðru ári sínu hjá bæði Miami Heat (2012) og Cleveland Cavaliers (2016). Takist Lakers að fá öfluga leikmenn í sumar þá ætti liði að mæta mun sterkara til leiks á næsta tímabili og þá með LeBron James líka úthvíldan eftir langt og gott sumarfrí. LeBron James hefur ekki tekist að halda liði Los Angeles Lakers á floti í vetur en það er ekki eins og hann sé að skila einhverjum rusltölum því kappinn er með 27,4 stig, 8,6 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik og er að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli. NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hefur spilað í öllum lokaúrslitum frá og með árinu 2011 eða átta í röð. Í ár verður hann ekki einu sinni með í einum leik í úrslitakeppninni. Það er þegar orðið ljóst að LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers verða ekki með í úrslitakeppninni í ár en lítið hefur gengið hjá liðinu eftir að James meiddist og forráðamenn liðsins reyndu að skipta út hálfu liðinu fyrir stórstjörnuna Anthony Davis. Bandarískir fjölmiðlamenn hafa verið að velta fyrir sér hvort tími LeBron James sem besta körfuboltamanns heims sé á enda og hér fyrir neðan má sjá umræðu um framtíðina hjá James í þættinum First Things First á Fox Sports.Post rookie year, the 3 worst years of LeBron's career: 1st year in Miami, 1st year back in Cleveland, 1st year with the Lakers. via @getnickwrightpic.twitter.com/2yppcyIUar — FOX Sports (@FOXSports) March 28, 2019Hér eru spekingarnir að velta fyrir sér hvernig lengri hvíld fari í hinn ótrúlega skrokk á LeBron James. James er vanalega að klára tímabilið í kringum 20. júní en núna endar það um miðjan apríl í síðasta lagi eða tveimur mánuðum fyrr. Nick Wright, annar umsjónarmanna First Things First, bendir þó á eina staðreynd um hvað verstu tímabil hjá LeBron eigi sameiginlegt en hann telur þá ekki með nýliðaárið hans. Það hefur nefnilega ekki gengið alltof vel á fyrsta árinu, hvort sem það var þegar hann fór í Miami Heat, kom til baka í Cleveland Cavaliers eða samdi við Los Angeles Lakers. LeBron James vann aftur á móti titil á öðru ári sínu hjá bæði Miami Heat (2012) og Cleveland Cavaliers (2016). Takist Lakers að fá öfluga leikmenn í sumar þá ætti liði að mæta mun sterkara til leiks á næsta tímabili og þá með LeBron James líka úthvíldan eftir langt og gott sumarfrí. LeBron James hefur ekki tekist að halda liði Los Angeles Lakers á floti í vetur en það er ekki eins og hann sé að skila einhverjum rusltölum því kappinn er með 27,4 stig, 8,6 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik og er að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli.
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira