Viðskipti innlent

Nova og Sýn sýknuð af kröfum Símans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Nova, Samkeppniseftirlitið, Sýn og Sendafélagið voru í morgun sýknuð af stefnu Símans í máli sem snerist að aðgerð Nova og Sýnar til að samnýta tíðiniheimildir félaganna í sérstöku rekstrarfélagi, fyrrnefndur Sendafélagi. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Stefndi Síminn sömuleiðis Póst- og fjarskiptastofnun fyrir að hafa ásamt Samkeppniseftirlitinu veitt símafyrirtækjunum fyrrnefnda heimild. Segir í tilkynningu frá Sýn að rekstur Sendafélagsins muni halda áfram með óbreyttu sniði.

„Niðurstaða héraðsdóms er ánægjuleg staðfesting á því að Vodafone og Nova geti nýtt eiginleika farsímastaðlanna til þess að geta fjárfest með snjöllum hætti í innviðum og gerir Vodafone kleift að bjóða viðskiptavinum sínum framúrskarandi farnetsþjónustu,“ segir Kjartan Briem framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn hf. sem á og rekur Vodafone.

Dómurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólsins.

Vísir er í eigu Sýnar.


Tengdar fréttir

Síminn og Sýn sýknuð af kröfum hvors annars

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Sýnar á hendur Símanum til greiðslu skaðabóta vegna brota Símans á samkeppnislögum, sem og gagnkröfu Símans á hendur Sýn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×