Domino's fjármagnar umhverfissjóð með bréfpokum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2019 16:09 Domino's vonast til að framtakið hafi keðjuverkandi áhrif. Fbl/EYÞÓR Domino's Pizza á Íslandi hefur ákveðið að gera breytingar á umhverfisstefnu fyrirtækisins, minnka plastnotkun í verslunum sínum samhliða því að kolefnisjafna rekstur sinn. Verslanir Domino's á Íslandi hætta alfarið að bjóða viðskiptavinum sínum plastpoka, rör og plastlok á glös frá og með 1. júlí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í staðinn fyrir plastpoka býðst viðskiptavinum að kaupa pappírspoka á 30 kr. Allur ágóði sölunnar muni síðan renna í nýstofnaðan Umhverfissjóð Domino's sem úthlutar söfnuðum fjármunum til félaga sem starfa í þágu umhverfisverndar á Íslandi tvisvar á ári. Að sama skapi hvetur Domino's viðskiptavini sem hyggjast nota poka til að koma með fjölnota poka í verslanir fyrirtækisins. Kolefnisjöfnun Domino's verður jafnframt ýtt úr vör þann 1. júlí næstkomandi þegar fyrstu trén verða gróðursett. Í tilkynningunni segir að með þessu ætli fyrirtækið sér að kolefnisjafna akstur fyrirtækjabíla, flugferðir starfsfólks, losun úrgangs og rafmagnsnotkun fyrirtækisins. Að sama skapi muni fyrirtækið taka alla rekstrarþætti sína til „róttækrar skoðunar“ með það í huga að finna umhverfisvænni kosti þar sem þeir bjóðast. „Domino's ætlar sér að stíga frekari skref í umhverfismálum á næstu mánuðum og mun jafnframt gera þá kröfu til birgja sinna að umhverfisvænar lausnir verði notaðar þar sem þeim verður við komið. Domino's vonast til þess að þetta framtak hafi keðjuverkandi áhrif innan markaðsins en hafi fyrst og fremst hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Domino's. Neytendur Umhverfismál Veitingastaðir Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira
Domino's Pizza á Íslandi hefur ákveðið að gera breytingar á umhverfisstefnu fyrirtækisins, minnka plastnotkun í verslunum sínum samhliða því að kolefnisjafna rekstur sinn. Verslanir Domino's á Íslandi hætta alfarið að bjóða viðskiptavinum sínum plastpoka, rör og plastlok á glös frá og með 1. júlí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í staðinn fyrir plastpoka býðst viðskiptavinum að kaupa pappírspoka á 30 kr. Allur ágóði sölunnar muni síðan renna í nýstofnaðan Umhverfissjóð Domino's sem úthlutar söfnuðum fjármunum til félaga sem starfa í þágu umhverfisverndar á Íslandi tvisvar á ári. Að sama skapi hvetur Domino's viðskiptavini sem hyggjast nota poka til að koma með fjölnota poka í verslanir fyrirtækisins. Kolefnisjöfnun Domino's verður jafnframt ýtt úr vör þann 1. júlí næstkomandi þegar fyrstu trén verða gróðursett. Í tilkynningunni segir að með þessu ætli fyrirtækið sér að kolefnisjafna akstur fyrirtækjabíla, flugferðir starfsfólks, losun úrgangs og rafmagnsnotkun fyrirtækisins. Að sama skapi muni fyrirtækið taka alla rekstrarþætti sína til „róttækrar skoðunar“ með það í huga að finna umhverfisvænni kosti þar sem þeir bjóðast. „Domino's ætlar sér að stíga frekari skref í umhverfismálum á næstu mánuðum og mun jafnframt gera þá kröfu til birgja sinna að umhverfisvænar lausnir verði notaðar þar sem þeim verður við komið. Domino's vonast til þess að þetta framtak hafi keðjuverkandi áhrif innan markaðsins en hafi fyrst og fremst hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Domino's.
Neytendur Umhverfismál Veitingastaðir Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira