Strákur með tveggja og hálfs metra faðm í boði í nýliðavali NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 13:30 Tacko Fall (númer 24) í baráttunni um frákast við Zion Williamson í úrslitakeppni háskólakörfuboltans í mars. Getty/Lance King Það efast enginn um það að Zion Williamson verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hvaða lið ætlar að veðja á sögulega stóran miðherja frá Senegal. Tacko Fall er nafn sem körfuboltaáhugafólk á eftir að heyra meira af í sumar en hann kemur úr University of Central Florida. Miðherjinn vakti langmesta athygli um helgina þegar mest spennandi leikmenn nýliðvals NBA-deildarinnar í ár voru mældir í bak og fyrir á sérstakri samkomu efnilegustu leikmannanna. Það var heldur ekki af ástæðulausu enda setti Tacko Fall nokkur met í þessum mælingunum. Tacko Fall er enginn meðalmaður svo mikið er víst. Hann mældist 231 sentimetri á hæð sem er það hæsta í sögu mælinga á leikmönnum á leið inn í NBA-deildina. Þar með er ekki öll sagan sögð því Tacko Fall er með 249 sentimetra faðm og hann getur teygt sig upp í 310 sentimetra hæð. Karfan er í 305 sentimetrum. Tacko Fall þarf því ekki að hoppa til þess að troða í körfuna. Tacko Fall er stærri en Boban Marjanović sem hefur vakið mikla eftirtekt í NBA-deildinni síðustu tímabil vegna stærðar sinnar.Tacko Fall set record-breaking NBA Draft Combine numbers. He's bigger than Boban pic.twitter.com/SxD9nbYI06 — ESPN (@espn) May 19, 2019Fram að þessari mælingu á Tacko Fall um helgina þá hafði Mo Bamba, miðherji Orlando Magic, átt stærsta faðminn en hann mældist 239 sentimetrar árið 2018. Faðmur Tacko Fall er 249 sentimetrar. Mo Bamba var síðan valinn númer sex í nýliðavalinu 2018. Bamba var með 6,2 stig, 5,0 fráköst og 1,4 varin skot á 16,3 mínútum í leik á sínu fyrsta tímabili með Orlanfo Magic. Tacko Fall var með 11,0 stig, 7,7 fráköst og 2,6 varin skot á 24,9 mínútum í leik í háskólaboltanum í vetur. Hann nýtt 75 prósent skota sinna. Tacko Fall hafði vakið athygli fyrr í vetur fyrir það hversu vel hann stóð sig á móti Zion Williamson í úrslitakeppni háskólaboltans. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða lið velur Tacko Fall í nýliðavalinu í sumar. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Það efast enginn um það að Zion Williamson verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hvaða lið ætlar að veðja á sögulega stóran miðherja frá Senegal. Tacko Fall er nafn sem körfuboltaáhugafólk á eftir að heyra meira af í sumar en hann kemur úr University of Central Florida. Miðherjinn vakti langmesta athygli um helgina þegar mest spennandi leikmenn nýliðvals NBA-deildarinnar í ár voru mældir í bak og fyrir á sérstakri samkomu efnilegustu leikmannanna. Það var heldur ekki af ástæðulausu enda setti Tacko Fall nokkur met í þessum mælingunum. Tacko Fall er enginn meðalmaður svo mikið er víst. Hann mældist 231 sentimetri á hæð sem er það hæsta í sögu mælinga á leikmönnum á leið inn í NBA-deildina. Þar með er ekki öll sagan sögð því Tacko Fall er með 249 sentimetra faðm og hann getur teygt sig upp í 310 sentimetra hæð. Karfan er í 305 sentimetrum. Tacko Fall þarf því ekki að hoppa til þess að troða í körfuna. Tacko Fall er stærri en Boban Marjanović sem hefur vakið mikla eftirtekt í NBA-deildinni síðustu tímabil vegna stærðar sinnar.Tacko Fall set record-breaking NBA Draft Combine numbers. He's bigger than Boban pic.twitter.com/SxD9nbYI06 — ESPN (@espn) May 19, 2019Fram að þessari mælingu á Tacko Fall um helgina þá hafði Mo Bamba, miðherji Orlando Magic, átt stærsta faðminn en hann mældist 239 sentimetrar árið 2018. Faðmur Tacko Fall er 249 sentimetrar. Mo Bamba var síðan valinn númer sex í nýliðavalinu 2018. Bamba var með 6,2 stig, 5,0 fráköst og 1,4 varin skot á 16,3 mínútum í leik á sínu fyrsta tímabili með Orlanfo Magic. Tacko Fall var með 11,0 stig, 7,7 fráköst og 2,6 varin skot á 24,9 mínútum í leik í háskólaboltanum í vetur. Hann nýtt 75 prósent skota sinna. Tacko Fall hafði vakið athygli fyrr í vetur fyrir það hversu vel hann stóð sig á móti Zion Williamson í úrslitakeppni háskólaboltans. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða lið velur Tacko Fall í nýliðavalinu í sumar.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira