Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:27 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins. vísir/vilhelm Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta, sem hafa fengist til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé. Greint er frá þessu í Markaðnum í Fréttablaðinu. Play, ásamt Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur síðustu vikur unnið að fjármögnun félagsins. Komið hefur fram að lagt hafi verið upp með í fyrstu að fjárfestar eignuðust helmingshlut í Play á móti stofnendum og stjórnendum. Fjárfestarnir hafa hins vegar sett sig upp á móti þeim ráðahag á fundum. Á fundi sem Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu í lok nóvember kom þó fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni. Heimildir Markaðarins herma að forsvarsmenn Play og ÍV hafi nú komið að hluta til móts við þessa gagnrýni. Þeir hafi boðist til að minnka hlutdeild sína úr fimmtíu prósentum í þrjátíu prósent, til þess að laða að fjárfesta til að fjárfesta í félaginu. Ekki hafa enn fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjárútboðinu, að því er segir í frétt Markaðarins. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna félagið síðan tilkynnt var um stofnun þess á blaðamannafundi í byrjun nóvember. Play greindi frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði. Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta, sem hafa fengist til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé. Greint er frá þessu í Markaðnum í Fréttablaðinu. Play, ásamt Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur síðustu vikur unnið að fjármögnun félagsins. Komið hefur fram að lagt hafi verið upp með í fyrstu að fjárfestar eignuðust helmingshlut í Play á móti stofnendum og stjórnendum. Fjárfestarnir hafa hins vegar sett sig upp á móti þeim ráðahag á fundum. Á fundi sem Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu í lok nóvember kom þó fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni. Heimildir Markaðarins herma að forsvarsmenn Play og ÍV hafi nú komið að hluta til móts við þessa gagnrýni. Þeir hafi boðist til að minnka hlutdeild sína úr fimmtíu prósentum í þrjátíu prósent, til þess að laða að fjárfesta til að fjárfesta í félaginu. Ekki hafa enn fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjárútboðinu, að því er segir í frétt Markaðarins. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna félagið síðan tilkynnt var um stofnun þess á blaðamannafundi í byrjun nóvember. Play greindi frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56
Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20