Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 18:05 Ölgerðin hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar. Vísir/Vilhelm „Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. Í yfirlýsingunni segir að málið snúist um starfsmenn Ölgerðarinnar sem vinni í sömu deildum en séu í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hafi verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum njóti allir sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðgerðir sem afarkosti biðjist Ölgerðin velvirðingar á því.Samkvæmt heimildum Vísis boðaði Ölgerðin bílstjóra, starfsmenn á lager og verksmiðju á fund í síðustu viku. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuvikuÍ yfirlýsingu Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið virði alla kjarasamninga, réttindi og skyldur starfsmanna og harmi rangfærslur sem birst hafa. Í fréttaflutningi af málinu hafi verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku, það sé rangt. Starfsmenn hafi þegar unnið sér inn þau réttindi og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið. Ekki hafi staðið til að gera breytingar á því.Yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni má sjá hér að neðan:Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Sjá meira
„Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. Í yfirlýsingunni segir að málið snúist um starfsmenn Ölgerðarinnar sem vinni í sömu deildum en séu í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hafi verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum njóti allir sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðgerðir sem afarkosti biðjist Ölgerðin velvirðingar á því.Samkvæmt heimildum Vísis boðaði Ölgerðin bílstjóra, starfsmenn á lager og verksmiðju á fund í síðustu viku. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuvikuÍ yfirlýsingu Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið virði alla kjarasamninga, réttindi og skyldur starfsmanna og harmi rangfærslur sem birst hafa. Í fréttaflutningi af málinu hafi verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku, það sé rangt. Starfsmenn hafi þegar unnið sér inn þau réttindi og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið. Ekki hafi staðið til að gera breytingar á því.Yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni má sjá hér að neðan:Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Sjá meira
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent