Tal um veikingu eftirlits með samkeppni sé ósannfærandi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. október 2019 06:00 Samkeppniseftirlitið hefur lagst gegn fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum fbl/pjetur „Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögunum verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að eftirlitið veiti undanþágu vegna samstarfs. Heimir segir að núverandi fyrirkomulag hafi sýnt sig vera mjög óskilvirkt. Það hafi liðið fyrir langan afgreiðslutíma. „Í mörgum tilvikum geta fyrirtæki ekki beðið svo misserum eða árum skiptir eftir ákvörðun frá SKEtil að geta hafið samstarf á vissum sviðum. Það eitt og sér eru sterk rök fyrir því að gera breytingar. Við höfum fyrirmyndir fyrir sjálfsmati fyrirtækja í löndum í kringum okkur, til að mynda í ESB, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði frá 2003 og reynst vel,“ segir Heimir en ítrekar að breytingarnar feli ekki í sér neinn afslátt á framfylgni samkeppnisreglna.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík„Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt eftir þessa breytingu en áður að eiga með sér samráð eða neitt slíkt og eftirlitið mun áfram geta gripið inn í ef það telur fyrirtæki hafa farið fram úr sér við mótun samstarfs. Mér sýnist breytingarnar varðveita það markmið samkeppnislaganna sem er að nýting á framleiðsluþáttum samfélagsins sé með hagkvæmum hætti. Ef menn eru að segja að þetta feli í sér fráhvarf frá þeirri hugsun sem er undirliggjandi í lögunum, þá verð ég að vera ósammála því.“ Frumvarpið felur einnig í sér afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Heimir segir að það skjóti skökku við að eftirlitið geti umfram önnur stjórnvöld áfrýjað úrskurði æðra setts stjórnvalds. Þá sé mjög óheppilegt að óvissa um niðurstöðu mála geti dregist svo árum skipti sökum þess að Samkeppniseftirlitið sé ósátt við úrskurð áfrýjunarnefndar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur hættu á því að æðra stjórnsýsluvald geri mistök sem eru þess eðlis að þau verði að leiðrétta með atbeina dómstóla þá á Samkeppniseftirlitið frekar að beina sjónum sínum að áfrýjunarnefndinni sjálfri. Til dæmis því hvernig hún er skipuð, og til hvaða úrræða og heimilda hún geti gripið til þess að taka ákvarðanir í málum. Eða jafnvel tilvist hennar yfirhöfuð,“ segir Heimir. „Ég hef síður samúð með því sjónarmiði að atvik geti komið upp þar sem nefndin kemst að niðurstöðu sem Samkeppniseftirlitið er ósátt við og þá verði að vera hægt að taka málið áfram fyrir almenna dómstóla. Það gengur gegn meginviðhorfum um samspil æðri og lægri stjórnsýslustiga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Sjá meira
„Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögunum verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að eftirlitið veiti undanþágu vegna samstarfs. Heimir segir að núverandi fyrirkomulag hafi sýnt sig vera mjög óskilvirkt. Það hafi liðið fyrir langan afgreiðslutíma. „Í mörgum tilvikum geta fyrirtæki ekki beðið svo misserum eða árum skiptir eftir ákvörðun frá SKEtil að geta hafið samstarf á vissum sviðum. Það eitt og sér eru sterk rök fyrir því að gera breytingar. Við höfum fyrirmyndir fyrir sjálfsmati fyrirtækja í löndum í kringum okkur, til að mynda í ESB, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði frá 2003 og reynst vel,“ segir Heimir en ítrekar að breytingarnar feli ekki í sér neinn afslátt á framfylgni samkeppnisreglna.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík„Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt eftir þessa breytingu en áður að eiga með sér samráð eða neitt slíkt og eftirlitið mun áfram geta gripið inn í ef það telur fyrirtæki hafa farið fram úr sér við mótun samstarfs. Mér sýnist breytingarnar varðveita það markmið samkeppnislaganna sem er að nýting á framleiðsluþáttum samfélagsins sé með hagkvæmum hætti. Ef menn eru að segja að þetta feli í sér fráhvarf frá þeirri hugsun sem er undirliggjandi í lögunum, þá verð ég að vera ósammála því.“ Frumvarpið felur einnig í sér afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Heimir segir að það skjóti skökku við að eftirlitið geti umfram önnur stjórnvöld áfrýjað úrskurði æðra setts stjórnvalds. Þá sé mjög óheppilegt að óvissa um niðurstöðu mála geti dregist svo árum skipti sökum þess að Samkeppniseftirlitið sé ósátt við úrskurð áfrýjunarnefndar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur hættu á því að æðra stjórnsýsluvald geri mistök sem eru þess eðlis að þau verði að leiðrétta með atbeina dómstóla þá á Samkeppniseftirlitið frekar að beina sjónum sínum að áfrýjunarnefndinni sjálfri. Til dæmis því hvernig hún er skipuð, og til hvaða úrræða og heimilda hún geti gripið til þess að taka ákvarðanir í málum. Eða jafnvel tilvist hennar yfirhöfuð,“ segir Heimir. „Ég hef síður samúð með því sjónarmiði að atvik geti komið upp þar sem nefndin kemst að niðurstöðu sem Samkeppniseftirlitið er ósátt við og þá verði að vera hægt að taka málið áfram fyrir almenna dómstóla. Það gengur gegn meginviðhorfum um samspil æðri og lægri stjórnsýslustiga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Sjá meira