Giannis valinn bestur | Sjáðu hjartnæma ræðu hans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2019 07:38 Giannis með tárin í augunum í nótt. vísir/getty Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. Þá þakkaði leikmaðurinn fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og leyndi sér ekki hvað honum þykir vænt um fólkið sitt.Giannis gets emotional as he thanks his family after winning the #KiaMVP trophy. #NBAAwardspic.twitter.com/c2WrHZMB0k — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Það hefur enginn bætt leik sinn eins mikið og Giannis, eða gríska fríkið eins og hann er kallaður, en það eru aðeins tvö ár síðan hann fékk verðlaun fyrir mestar framfarir í deildinni. Þær framfarir héldu áfram og nú er hann bestur. Margir vilja tengja það við áskorun Kobe Bryant frá því í ágúst 2017. Þá var Kobe að skora á hina og þessa og Giannis bað um áskorun. Hann fékk hana og hún var hnitmiðuð. Verða bestur í deildinni. Hann stóðst þá áskorun. Kobe gladdist mikið með leikmanninum í nótt og sagði að næst væri að vinna titil.My man....M.V.P. Greatness. Next up: Championship. #MambaMentalityhttps://t.co/dhZTFI1Aam — Kobe Bryant (@kobebryant) June 25, 2019 Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur og sá til þess að Milwaukee Bucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni. Liðið tapaði svo í úrslitum Austurdeildarinnar gegn meisturum Toronto Raptors. Frakkinn Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, var svo valinn besti varnarmaður deildarinnar annað árið í röð. Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas var valinn besti nýliðinn. Ekki slæmt kvöld fyrir Evrópumennina í NBA-deildinni. Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn í þriðja sinn á ferlinum og er það jöfnun á meti í deildinni. Kamerúninn Pascal Siakam hjá Raptors þótti hafa tekið mestum framförum í vetur..@TeamLou23 accepts his third #KiaSixth trophy! #NBAAwardspic.twitter.com/RJYWHjDRvu — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019 Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks, var svo valinn þjálfari ársins á kvöldinu stóra.Mike Budenholzer accepts the 2018-19 Coach of the Year trophy! pic.twitter.com/hMDbVlAUfq — NBA TV (@NBATV) June 25, 2019
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira