Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2019 06:15 Byggja þarf upp nýja flugstöð á Akureyri að mati formanns bæjarráðs. Fréttablaðið/Pjetur Um hálfur milljarður gæti tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar Super Break. Unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akureyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir um mikla blóðtöku að ræða. „Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borðinu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug,“ segir Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Arnheiður Jóhannesdóttir„Þetta verður högg fyrir fyrirtæki á svæðinu. Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tapast í febrúar og mars og vegna árstíðasveiflna í ferðaþjónustu á Norðurlandi er um mikla veltu að ræða á þessum árstíma.“ Arnheiður vonast hins vegar til að markaðssetningin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlandseyja. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir málið í deiglunni á Akureyri og því verður rætt við ráðamenn þjóðarinnar um hvað sé hægt að gera til að fjölga ferðamönnum norður á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson„Við munum funda með þingmönnum og fara yfir stöðuna. það er klárt mál að ef enginn kemur inn í þetta mun þetta hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Við viljum og munum ekki gefast upp í þeirri baráttu heldur snúa bökum saman,“ segir Guðmundur Baldvin. „Einnig höfum við rætt við Isavia og lagt áherslu á að ef við ætlum að taka við auknu flugi þurfi að flýta uppbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.“ Málefni Akureyrarflugvallar voru rædd á samráðsfundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna á svæðinu sem haldinn var í Mývatnssveit í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ráðherrar áfram um að byggja upp ferðaþjónustu með beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. – sa Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Um hálfur milljarður gæti tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar Super Break. Unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akureyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir um mikla blóðtöku að ræða. „Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borðinu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug,“ segir Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Arnheiður Jóhannesdóttir„Þetta verður högg fyrir fyrirtæki á svæðinu. Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tapast í febrúar og mars og vegna árstíðasveiflna í ferðaþjónustu á Norðurlandi er um mikla veltu að ræða á þessum árstíma.“ Arnheiður vonast hins vegar til að markaðssetningin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlandseyja. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir málið í deiglunni á Akureyri og því verður rætt við ráðamenn þjóðarinnar um hvað sé hægt að gera til að fjölga ferðamönnum norður á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson„Við munum funda með þingmönnum og fara yfir stöðuna. það er klárt mál að ef enginn kemur inn í þetta mun þetta hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Við viljum og munum ekki gefast upp í þeirri baráttu heldur snúa bökum saman,“ segir Guðmundur Baldvin. „Einnig höfum við rætt við Isavia og lagt áherslu á að ef við ætlum að taka við auknu flugi þurfi að flýta uppbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.“ Málefni Akureyrarflugvallar voru rædd á samráðsfundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna á svæðinu sem haldinn var í Mývatnssveit í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ráðherrar áfram um að byggja upp ferðaþjónustu með beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. – sa
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira