Rosalegur fyrsti dagur á leikmannamarkaði NBA: Helstu fréttir næturinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 07:30 Kevin Durant og Kyrie Irving. Getty/Adam Glanzman Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum. NBA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum.
NBA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira