Telja Magnús hafa eytt gögnum og krefja hann um 1,3 milljarð króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2019 11:07 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Fréttablaðið/Eyþór Þrotabú Sameinaðs sílíkons hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og krafið hann um greiðlu upp á rúmlega 1,2 milljarð króna auk vaxta aftur til ársins 2013. Þá krefst þrotabúið að fasteignir í Kópavogi og Danmörku verði kyrsettar auk Mercedes Benz bfreiðar. Stefnan er birt Magnúsi í Lögbirtingablaðinu í dag. Lögmaður þrotabúsins segir það nauðsynlegt þar sem Magnús sé nú með óþekktan dvalarstað en síðasta þekkta heimilisfang hans var í Lyngby í Danmörku. Sameinað sílikon hf. var stofnað þann 17. febrúar 2014 og var tilgangur félagsins rekstur á kísilmálmverksmiðju á Reykjanesi. Félagið fór í greiðslustöðvun þann 14. ágúst 2017 eftir mikinn rekstrarvanda og var úrskurðað gjaldþrota af Héraðsdómi Reykjaness þann 22. janúar í fyrra. Magnús Ólafur var í forystu við stofnun og byggingu verksmiðjunnar. Hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2014-2015 en svo „Director of Business Development“ þar til í mars 2017. Magnús Ólafur og ýmis félög á vegum hans voru jafnframt meirihlutaeigendur á hlutafé félagsins þar til Arion banki leysti til sín þau hlutabréf sem bankinn var með veðrétt í þann 8. september 2017.Gat ekki nefnt neina starfsmenn Í stefnunni er Magnúsi gefið að sök að hafa millifært yfir milljarð króna af reikningum Sameinaðs sílíkons yfir á hollenskt fyrirtæki, Pyromet Engineering. Fyrrverandi sambýlismaður móður Magnúsar var í upphafi skráður fyrir hollenska félaginu. Hann framseldi svo öll völd sín í félaginu til Magnúsar Ólafs. Síðasta af fjölmörgum himinháum greiðslum inn á reikning hollenska félagsins var framkvæmd í lok ágúst 2015. Félagið var afskráð í lok þess árs.Sjá einnig:Svipmynd af Magnúsi Ólafi Garðarssyni Magnús viðurkenndi við skýrslutöku hjá þrotabúinu í júní síðastliðnum að hafa millifært greiðslurnar til Pyromet Engineering í gegnum netbankaaðgang. Hann hafi þó ekki getað útskýrt neina afurð á samstarfi Sameinaðs sílíkons við hollenska fyrirtækið. Sömuleiðis gat hann ekki nefnt starfsmenn fyrirtækisins eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutökum annarra fyrrum fyrirsvarsmanna Sameinaðs sílikons hjá skiptastjóra kannaðist enginn þeirra við félagið Pyromet Engineering, né að það hafi verið í verk- eða þjónustusambandi við Sameinað sílíkon. Þá telur skiptastjóri að Magnús hafi gefið skiptastjóra rangar og villandi skýringar á greiðslunum. Félagið hafi verið stofnað sérstaklega til að hafa milligöngu um ólögmætar greiðslur.Á að mæta í héraðsdóm Til viðbótar er Magnúsi stefnt fyrir ólögmætar greiðslur af reikningum Sameinaðs sílíkonst til fleiri aðila og nema greiðslurnar milljónum, tugmilljónum eða hundrað milljónum króna. Þrotabúið telur engin bókhaldsgögn vera til staðar í félaginu Stakksbraut 9, félagi sem var sameinað Sameinuðu sílíkonu og Magnús notaði til að millifæra peningana yfir í önnur félög. Svo virðist sem gögnunum hafi verið eytt til að leyna brotum Magnúsar, eins og segir í stefnunni. Fyrrum fjármálastjóri Sameinaðs sílíkons hefur engin gögn um félagið Stakksbraut 9. Sömu sögu sagði fyrrum ritari Sameinaðs sílíkons. Samanlögð bótakrafa þrotabúsins nemur einum milljarði og 235 milljónum króna. Er Magnús krafinn um að mæta á morgni dags 27. nóvember í Héraðsdóm Reykjaness þar sem málið verður þingfest. Auk einkamálsins hefur héraðssaksóknari haft Magnús til skoðunar í lengri tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tjáði fréttastofu í apríl að málið væri umfangsmeira en í fyrstu hefði verið talið.Þá hefur Magnús Ólafur komist í kast við lögin fyrir hraðakstur á Teslu-bíl sínum. Dómsmál United Silicon Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Þrotabú Sameinaðs sílíkons hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og krafið hann um greiðlu upp á rúmlega 1,2 milljarð króna auk vaxta aftur til ársins 2013. Þá krefst þrotabúið að fasteignir í Kópavogi og Danmörku verði kyrsettar auk Mercedes Benz bfreiðar. Stefnan er birt Magnúsi í Lögbirtingablaðinu í dag. Lögmaður þrotabúsins segir það nauðsynlegt þar sem Magnús sé nú með óþekktan dvalarstað en síðasta þekkta heimilisfang hans var í Lyngby í Danmörku. Sameinað sílikon hf. var stofnað þann 17. febrúar 2014 og var tilgangur félagsins rekstur á kísilmálmverksmiðju á Reykjanesi. Félagið fór í greiðslustöðvun þann 14. ágúst 2017 eftir mikinn rekstrarvanda og var úrskurðað gjaldþrota af Héraðsdómi Reykjaness þann 22. janúar í fyrra. Magnús Ólafur var í forystu við stofnun og byggingu verksmiðjunnar. Hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2014-2015 en svo „Director of Business Development“ þar til í mars 2017. Magnús Ólafur og ýmis félög á vegum hans voru jafnframt meirihlutaeigendur á hlutafé félagsins þar til Arion banki leysti til sín þau hlutabréf sem bankinn var með veðrétt í þann 8. september 2017.Gat ekki nefnt neina starfsmenn Í stefnunni er Magnúsi gefið að sök að hafa millifært yfir milljarð króna af reikningum Sameinaðs sílíkons yfir á hollenskt fyrirtæki, Pyromet Engineering. Fyrrverandi sambýlismaður móður Magnúsar var í upphafi skráður fyrir hollenska félaginu. Hann framseldi svo öll völd sín í félaginu til Magnúsar Ólafs. Síðasta af fjölmörgum himinháum greiðslum inn á reikning hollenska félagsins var framkvæmd í lok ágúst 2015. Félagið var afskráð í lok þess árs.Sjá einnig:Svipmynd af Magnúsi Ólafi Garðarssyni Magnús viðurkenndi við skýrslutöku hjá þrotabúinu í júní síðastliðnum að hafa millifært greiðslurnar til Pyromet Engineering í gegnum netbankaaðgang. Hann hafi þó ekki getað útskýrt neina afurð á samstarfi Sameinaðs sílíkons við hollenska fyrirtækið. Sömuleiðis gat hann ekki nefnt starfsmenn fyrirtækisins eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutökum annarra fyrrum fyrirsvarsmanna Sameinaðs sílikons hjá skiptastjóra kannaðist enginn þeirra við félagið Pyromet Engineering, né að það hafi verið í verk- eða þjónustusambandi við Sameinað sílíkon. Þá telur skiptastjóri að Magnús hafi gefið skiptastjóra rangar og villandi skýringar á greiðslunum. Félagið hafi verið stofnað sérstaklega til að hafa milligöngu um ólögmætar greiðslur.Á að mæta í héraðsdóm Til viðbótar er Magnúsi stefnt fyrir ólögmætar greiðslur af reikningum Sameinaðs sílíkonst til fleiri aðila og nema greiðslurnar milljónum, tugmilljónum eða hundrað milljónum króna. Þrotabúið telur engin bókhaldsgögn vera til staðar í félaginu Stakksbraut 9, félagi sem var sameinað Sameinuðu sílíkonu og Magnús notaði til að millifæra peningana yfir í önnur félög. Svo virðist sem gögnunum hafi verið eytt til að leyna brotum Magnúsar, eins og segir í stefnunni. Fyrrum fjármálastjóri Sameinaðs sílíkons hefur engin gögn um félagið Stakksbraut 9. Sömu sögu sagði fyrrum ritari Sameinaðs sílíkons. Samanlögð bótakrafa þrotabúsins nemur einum milljarði og 235 milljónum króna. Er Magnús krafinn um að mæta á morgni dags 27. nóvember í Héraðsdóm Reykjaness þar sem málið verður þingfest. Auk einkamálsins hefur héraðssaksóknari haft Magnús til skoðunar í lengri tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tjáði fréttastofu í apríl að málið væri umfangsmeira en í fyrstu hefði verið talið.Þá hefur Magnús Ólafur komist í kast við lögin fyrir hraðakstur á Teslu-bíl sínum.
Dómsmál United Silicon Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent