Makamál

Spurning vikunnar: Notar þú kyn­lífs­hjálpar­tæki?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Hver ætli munurinn á viðhorfi til kynlífstækjakaupa eftir kyni. Er litið öðruvísi á karlmenn sem kaupa kynlífstæki til eigin nota heldur en konur?
Hver ætli munurinn á viðhorfi til kynlífstækjakaupa eftir kyni. Er litið öðruvísi á karlmenn sem kaupa kynlífstæki til eigin nota heldur en konur? Getty
Það eru ekkert svo mörg ár síðan kynlífshjálpartæki voru hálfgert tabú í samfélaginu og fólk fór frekar leynt með áhuga sinn og kaup á slíkum tækjum. Í dag er öldin aldeilis önnur, kynlífshjálpartækjakynningar eru orðnar jafn algengar og Tupperwarekynningarnar voru hérna um árið.

Vinkonuhópar eða pör þramma inn í kynlífstækjaverslun án þessa að hika.

En hvað með karlana?

Hika þeir?

Hingað til hefur framboðið og markaðssetning verið að mestu stílað inn á kvenfólk en með tímanum hafa hjálpartæki fyrir karlmenn orðið meira áberandi.

Makamál velta þarna fyrir sér muninum á kynjunum. Er litið öðrum augum það að karlmenn kaupi kynlífshjálpartæki til eigin nota en konur?

Eru karlmenn hræddari við að skoða eða spyrja um kynlífstæki í þessum búðum?

Spurning vikunnar er því kynjaskipt.

Notar þú kynlífshjálpartæki?

Athugið að svara þeirri könnun sem á við þitt kyn. 

Konur svara hér fyrir neðan: 

Karlmenn svara hér fyrir neðan: 


Tengdar fréttir

Kolbrún Pálína: „Það lærir enginn að skilja eða lenda í ástarsorg“

"Þegar ég fór að skoða skilnaði og afleiðingar þeirra á alla sem að þeim koma, áttaði ég mig á því að okkur er ekki kennt neitt sérstaklega að takast á við sorg og áföll.“ Þetta segir Kolbrún Pálína annar höfundur sjónvarpsþáttanna ÁSTAR sem frumsýndir voru í Sjónvarpi Símans í síðusu viku.

Ilmheilun fyrir meðgöngu, fæðingu og fjölskylduna

Eva Dögg yogakennari, blómabarn og heilsukukklari deilir reynslu sinni af eiturefnalausum lífsstíl og hvernig hægt er að nota ilmkjarnaolíur sem foreldri og í fjölskyldulífinu á námskeiðinu Blómabarn, kjarnaolíur og fjölskyldulíf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×