Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2019 18:07 Mikið hefur borið á því síðustu misseri að ungt fólk taki svokölluð smálán. Fréttablaðið/Valli Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti.Bent er þó á að ekki sé öll smálán ólögleg en ólöglegt sé að krefjast hærri vaxta og annars kostnaðar en 54 prósent. Í annari færslu á vef samtakanna er tekið dæmi um einstakling sem var krafinn um 525 þúsund krónur í vexti vegna um 100 smálána sem hann tók, samtals að upphæð 1,9 milljónir króna.Útreikningar samtakanna sýna hins vegar að smálánafyrirtækjum sem veittu einstaklingnum lán hafi aðeins verið heimilt að innheimta 60 þúsund krónur í vexti. Því hafi hann greitt 465 krónu hærri vexti en leyfilegt var að innheimta. Hefur maðurinn gert kröfu um endurgreiðslu og nýtur hann liðsinnis Neytendasamtakanna. Í færslu á vef Neytendasamtakanna er neytendum bent á að möguleiki sé fyrir hendi að þeir sem hafi tekið smálán hjá Kredia, Múla, 1909, Hraðpeningum eða Smálánum gætu hafa greitt of mikið til baka og þannig átt inni hjá þeim peninga.Neytendur afturkalli sjálfvirka skuldfærsluheimild Hafa samtökin af þessu tilefni tekið saman þrjú skref sem smálántakendur geta stigið til verndar eigin hagsmunum. Hvetja þau lántakendur til að hafa samband við smálánafyrirtækin eða Almenna innheimtu til að krefjast upplýsinga um lánstíma, lánsfjárupphæðir, vexti og annan kostnað sem þeir hafi greitt. Má finna sniðmát af slíku bréfi í færslu samtakanna.Þá eru lántakendur hvattir til þess að ganga úr skugga um að smálánafyrirtækin hafi ekki sjálfvirka skuldfærsluheimild á bankareikningum viðskiptavina sinna. Í færslu Neytendasamtakanna má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á viðskiptabanka.?„Brögð eru að því að verið sé að skuldfæra af bankareikningum eða kreditkortum fólks háar upphæðir vegna smálánaskulda. Lántakar hafa gefið upp reikningsnúmer eða kortanúmer og einnig samþykkt skilmála með mjög óljósri skuldfærsluheimild sem ekki fær staðist lög. Þeir sem tekið hafa smálán ættu að hafa strax samband við bankann sinn og kortafyrirtæki og athuga hvort slíkt heimild er til staðar. Ef svo er þá ætti að loka henni strax. Athugið að hafa þessi samskipti skrifleg, þ.e í tölvupósti.“ Athugi eigin stöðu á vanskilaskrá Að lokum er neytendum bent á að ganga úr skugga um að þeir séu ekki á vanskilaskrá vegna smálána og aftur má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á Creditinfo. „Innheimtufyrirtækið hræðir fólk með hótunum um að skrá það á vanskilaskrá, greiði það ekki hina ólöglegu skuld. En það er auðvitað ekki heimilt að setja fólk á vanskilaskrá vegna ólögmætra lána. Creditinfo hefur staðfest að ekki verði skráð frekari vanskil á fólk vegna smálánaskulda nema höfuðstóll kröfunnar sé í vanskilum. Ef þú ert á vanskilaskrá vegna smálánaskuldar sendu þá póst á Creditinfo og farðu fram á að vera tekin af skrá.“Lesa má færsluna á vef Neytendasamtakanna hér. Neytendur Smálán Tengdar fréttir Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækjanna Smálána og Kredia sem bæði voru úrskurðuð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Lýstar kröfur í búin tvö námu á fimmta hundrað milljónum. Smálánaváin lifir enn úr dönsku skjóli. 30. apríl 2019 07:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti. 26. mars 2019 07:30 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti.Bent er þó á að ekki sé öll smálán ólögleg en ólöglegt sé að krefjast hærri vaxta og annars kostnaðar en 54 prósent. Í annari færslu á vef samtakanna er tekið dæmi um einstakling sem var krafinn um 525 þúsund krónur í vexti vegna um 100 smálána sem hann tók, samtals að upphæð 1,9 milljónir króna.Útreikningar samtakanna sýna hins vegar að smálánafyrirtækjum sem veittu einstaklingnum lán hafi aðeins verið heimilt að innheimta 60 þúsund krónur í vexti. Því hafi hann greitt 465 krónu hærri vexti en leyfilegt var að innheimta. Hefur maðurinn gert kröfu um endurgreiðslu og nýtur hann liðsinnis Neytendasamtakanna. Í færslu á vef Neytendasamtakanna er neytendum bent á að möguleiki sé fyrir hendi að þeir sem hafi tekið smálán hjá Kredia, Múla, 1909, Hraðpeningum eða Smálánum gætu hafa greitt of mikið til baka og þannig átt inni hjá þeim peninga.Neytendur afturkalli sjálfvirka skuldfærsluheimild Hafa samtökin af þessu tilefni tekið saman þrjú skref sem smálántakendur geta stigið til verndar eigin hagsmunum. Hvetja þau lántakendur til að hafa samband við smálánafyrirtækin eða Almenna innheimtu til að krefjast upplýsinga um lánstíma, lánsfjárupphæðir, vexti og annan kostnað sem þeir hafi greitt. Má finna sniðmát af slíku bréfi í færslu samtakanna.Þá eru lántakendur hvattir til þess að ganga úr skugga um að smálánafyrirtækin hafi ekki sjálfvirka skuldfærsluheimild á bankareikningum viðskiptavina sinna. Í færslu Neytendasamtakanna má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á viðskiptabanka.?„Brögð eru að því að verið sé að skuldfæra af bankareikningum eða kreditkortum fólks háar upphæðir vegna smálánaskulda. Lántakar hafa gefið upp reikningsnúmer eða kortanúmer og einnig samþykkt skilmála með mjög óljósri skuldfærsluheimild sem ekki fær staðist lög. Þeir sem tekið hafa smálán ættu að hafa strax samband við bankann sinn og kortafyrirtæki og athuga hvort slíkt heimild er til staðar. Ef svo er þá ætti að loka henni strax. Athugið að hafa þessi samskipti skrifleg, þ.e í tölvupósti.“ Athugi eigin stöðu á vanskilaskrá Að lokum er neytendum bent á að ganga úr skugga um að þeir séu ekki á vanskilaskrá vegna smálána og aftur má finna sniðmát af tölvupósti sem senda má á Creditinfo. „Innheimtufyrirtækið hræðir fólk með hótunum um að skrá það á vanskilaskrá, greiði það ekki hina ólöglegu skuld. En það er auðvitað ekki heimilt að setja fólk á vanskilaskrá vegna ólögmætra lána. Creditinfo hefur staðfest að ekki verði skráð frekari vanskil á fólk vegna smálánaskulda nema höfuðstóll kröfunnar sé í vanskilum. Ef þú ert á vanskilaskrá vegna smálánaskuldar sendu þá póst á Creditinfo og farðu fram á að vera tekin af skrá.“Lesa má færsluna á vef Neytendasamtakanna hér.
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækjanna Smálána og Kredia sem bæði voru úrskurðuð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Lýstar kröfur í búin tvö námu á fimmta hundrað milljónum. Smálánaváin lifir enn úr dönsku skjóli. 30. apríl 2019 07:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti. 26. mars 2019 07:30 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækjanna Smálána og Kredia sem bæði voru úrskurðuð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Lýstar kröfur í búin tvö námu á fimmta hundrað milljónum. Smálánaváin lifir enn úr dönsku skjóli. 30. apríl 2019 07:00
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00
Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti. 26. mars 2019 07:30
Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45