Myndi ekki sakna Tesla.is Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2019 10:45 Skjáskot af vefsíðunni Tesla.is, sem er þyrnir í augum bandaríska bílaframleiðandans. Skjáskot Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla kannar nú hvað hann getur gert í vefsíðunni Tesla.is, sem tengist bílaframleiðandanum ekki neitt. „Við vitum af vefsíðunni og erum að skoða málið. Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar rugli formlegum fulltrúum Tesla [á Íslandi] saman við algjörlega ótengdan þriðja aðila,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi. Síðan umrædda er á vegum íslensku bílasölunnar Betri bílakaup, sem hefur aðstoðað Íslendinga við innflutning á Tesla-bifreiðum á undanförnum árum. Brynjar Valdimarsson, annar eigandi Betri bílakaupa og lénsins Tesla.is, segir Elon Musk og félaga ekki hafa verið í neinum samskiptum við íslensku bílasöluna vegna síðunnar - ekki enn sem komið er alla vega.Brynjar Valdimarsson.Vísir/AðsendSjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Brynjar tekur réttilega fram að bandaríski bílarisinn virðist þó aðeins eiga lénið Tesla.com. Önnur landslén; eins og tesla.dk, .de, .it eða .no, tengist rafbílunum ekki neitt. Tesla reiði sig á Tesla.com og undirsíður fyrir hvert land fyrir sig, eins og íslensku undirsíðuna sem vígð var í gær. Brynjar segist þó ekki bera sterkar tilfinningar til Tesla.is og myndi ekki gráta það þó að rafbílaframleiðandinn myndi næla sér í lénið. „Ég fór meira að segja sjálfur upp á Krókháls [þar sem Tesla-umboðið er að finna] og bauð þeim að kaupa lénið ef þau vildu,“ segir Brynjar. Hann bætir við að þrátt fyrir að starfsmenn hafi tekið tilboðinu vel hafi þau ekki umboð til viðskiptanna. „En þau ætluðu að koma þessu áleiðis,“ segir Brynjar. Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. 9. september 2019 09:15 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla kannar nú hvað hann getur gert í vefsíðunni Tesla.is, sem tengist bílaframleiðandanum ekki neitt. „Við vitum af vefsíðunni og erum að skoða málið. Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar rugli formlegum fulltrúum Tesla [á Íslandi] saman við algjörlega ótengdan þriðja aðila,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi. Síðan umrædda er á vegum íslensku bílasölunnar Betri bílakaup, sem hefur aðstoðað Íslendinga við innflutning á Tesla-bifreiðum á undanförnum árum. Brynjar Valdimarsson, annar eigandi Betri bílakaupa og lénsins Tesla.is, segir Elon Musk og félaga ekki hafa verið í neinum samskiptum við íslensku bílasöluna vegna síðunnar - ekki enn sem komið er alla vega.Brynjar Valdimarsson.Vísir/AðsendSjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Brynjar tekur réttilega fram að bandaríski bílarisinn virðist þó aðeins eiga lénið Tesla.com. Önnur landslén; eins og tesla.dk, .de, .it eða .no, tengist rafbílunum ekki neitt. Tesla reiði sig á Tesla.com og undirsíður fyrir hvert land fyrir sig, eins og íslensku undirsíðuna sem vígð var í gær. Brynjar segist þó ekki bera sterkar tilfinningar til Tesla.is og myndi ekki gráta það þó að rafbílaframleiðandinn myndi næla sér í lénið. „Ég fór meira að segja sjálfur upp á Krókháls [þar sem Tesla-umboðið er að finna] og bauð þeim að kaupa lénið ef þau vildu,“ segir Brynjar. Hann bætir við að þrátt fyrir að starfsmenn hafi tekið tilboðinu vel hafi þau ekki umboð til viðskiptanna. „En þau ætluðu að koma þessu áleiðis,“ segir Brynjar.
Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. 9. september 2019 09:15 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. 9. september 2019 09:15