Atvinnurekendur gagnrýna hækkun skatta og gjalda Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 14:00 Viðbúið er að fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis hækki á næsta ári með hækkuðu fasteignamati. Vísir/GVA Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með. Skattar og tollar Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með.
Skattar og tollar Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira