Frekari vaxtalækkun komi til greina ef á þarf að halda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2019 11:36 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“ Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“
Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30