Frekari vaxtalækkun komi til greina ef á þarf að halda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2019 11:36 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“ Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“
Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30