Frekari vaxtalækkun komi til greina ef á þarf að halda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2019 11:36 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“ Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“
Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30