Óðinn ráðinn verkefnastjóri Bílgreinasambandsins Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 14:04 Óðinn Valdimarsson. Óðinn Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Bílgreinasambandinu. Um nýja stöðu er að ræða hjá sambandinu og mun Óðinn hefja störf þann 1. febrúar. Óðinn hefur starfað undanfarin tíu ár hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, þar sem hann hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Þar hefur hann meðal annars haft umsjón með fjármögnunarlausnum bíla og atvinnutækja fyrir fyrirtæki, ásamt því að sinna verkefna- og greiningarvinnu með áherslu á bílamarkaðinn, bílaleigur og ferðaþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu hefur Óðinn umtalsverða reynslu og þekkingu á bílgreinunum sem mun nýtast vel í hinu nýja starfi. „Ég er í raun uppalinn frá unga aldri innan bílgreinanna, og það skilaði sér fljótt í ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir bílum og öllu sem þeim tengist og það fer nú ekkert minnkandi með aldrinum,“ segir Óðinn. „Ég hef svo unnið megnið af minni starfsævi nátengt bílgreinunum, fyrst þegar ég var yngri sem sölumaður nýrra bíla og sem sumarstarfsmaður hjá forverum Ergo í bílafjármögnun, og svo að sjálfsögðu í núverandi starfi síðastliðin 10 ár þar sem ég hef öðlast yfirgripsmikla þekkingu á bílamarkaðinum og aflað góðra tengsla þar. Ég tók svo nokkur ár þarna á milli þar sem ég starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda og sinnti viðskipta- og verkefnastjórnun og fékk þar góða og gagnlega reynslu sem nýtist með ýmsum hætti. En í dag eru klárlega mjög spennandi tímar hjá Bílgreinasambandinu og félagsmönnum þess, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að styðja við áframhaldandi uppgang og þróun á þeim vettvangi í framtíðinni.“ „Það er kærkomið að fá Óðinn til liðs við okkur hér hjá Bílgreinasambandinu. Fjölmörg stór verkefni eru í vinnslu s.s. menntamál, gæðamál bílgreinarinnar, vinna með nefndum Bílgreinasambandsins ásamt verkefnum með hinu opinbera og það er okkur mikill styrkur að fá liðsauka. Bílgreinin er á hraðri þróun og er það okkar verkefni að styðja þessa þróun og tryggja að hún gangi sem best fyrir sig hér á landi.“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Óðinn er með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði, ásamt því að hafa lokið ýmsum námskeiðum í endurmenntun og víðar. Vistaskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Óðinn Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Bílgreinasambandinu. Um nýja stöðu er að ræða hjá sambandinu og mun Óðinn hefja störf þann 1. febrúar. Óðinn hefur starfað undanfarin tíu ár hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, þar sem hann hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Þar hefur hann meðal annars haft umsjón með fjármögnunarlausnum bíla og atvinnutækja fyrir fyrirtæki, ásamt því að sinna verkefna- og greiningarvinnu með áherslu á bílamarkaðinn, bílaleigur og ferðaþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu hefur Óðinn umtalsverða reynslu og þekkingu á bílgreinunum sem mun nýtast vel í hinu nýja starfi. „Ég er í raun uppalinn frá unga aldri innan bílgreinanna, og það skilaði sér fljótt í ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir bílum og öllu sem þeim tengist og það fer nú ekkert minnkandi með aldrinum,“ segir Óðinn. „Ég hef svo unnið megnið af minni starfsævi nátengt bílgreinunum, fyrst þegar ég var yngri sem sölumaður nýrra bíla og sem sumarstarfsmaður hjá forverum Ergo í bílafjármögnun, og svo að sjálfsögðu í núverandi starfi síðastliðin 10 ár þar sem ég hef öðlast yfirgripsmikla þekkingu á bílamarkaðinum og aflað góðra tengsla þar. Ég tók svo nokkur ár þarna á milli þar sem ég starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda og sinnti viðskipta- og verkefnastjórnun og fékk þar góða og gagnlega reynslu sem nýtist með ýmsum hætti. En í dag eru klárlega mjög spennandi tímar hjá Bílgreinasambandinu og félagsmönnum þess, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að styðja við áframhaldandi uppgang og þróun á þeim vettvangi í framtíðinni.“ „Það er kærkomið að fá Óðinn til liðs við okkur hér hjá Bílgreinasambandinu. Fjölmörg stór verkefni eru í vinnslu s.s. menntamál, gæðamál bílgreinarinnar, vinna með nefndum Bílgreinasambandsins ásamt verkefnum með hinu opinbera og það er okkur mikill styrkur að fá liðsauka. Bílgreinin er á hraðri þróun og er það okkar verkefni að styðja þessa þróun og tryggja að hún gangi sem best fyrir sig hér á landi.“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Óðinn er með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði, ásamt því að hafa lokið ýmsum námskeiðum í endurmenntun og víðar.
Vistaskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira