Lífið

Innlit í villu YouTube-stjörnunnar Logan Paul

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logan Paul komið sér vel fyrir í L.A.
Logan Paul komið sér vel fyrir í L.A.
YouTube-stjarnan Logan Paul hefur heldur betur náð langt á því að framleiða myndbönd á miðlinum. Í dag er hann metinn á 30 milljónir dollara eða því sem samsvarar 3,6 milljarða íslenskra króna.

Hann hefur ekki vakið athygli fyrir jákvæða hluti en hann varð harðlega gagnrýndur árið 2018 fyrir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást.

Hann var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum. Logan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga.

Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun.

Eins og áður segir hefur Logan Paul grætt mikið á ferli sínum sem YouTube-stjarna og nú er hann farinn að hala inn peningum á því að fara í boxhringinn og berjast við aðrar YouTube-stjörnur.

Á YouTube-síðunni fouseyTUBE er farið í heimsókn til Logan Paul og fá áhorfendur að sjá hvernig hann býr í Encino í Los Angeles.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×