Þorsteinn Már hættir í stjórn tveggja breskra félaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 17:30 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann hefur nú hætt í stjórn tveggja breskra félaga. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sagt sig úr stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga, annars vegar Seagold og hins vegar UK Fisheries. Frá þessu greinir norski miðillinn Intrafish sem sérhæfir sig í fréttum um sjávarútveg. Þar kemur fram að útgerðarfyrirtækið Samherji eigi helmingshlut í UK Fisheries á móti hollenska félaginu Parlevliet van der Plas. Seagold er félag í eigu Samherja sem sér um markaðssetningu og sölu á vörum dótturfélags Samherja, Ice-Fresh Seafood, í Bretlandi en fyrr í dag greindi Undercurrent News frá því að breska verslunarkeðjan Sainsbury's sé hætt að kaupa frosinn fisk af umræddu dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðunin er ekki sögð tengjast Samherjamálinu og en hún var tekin áður en málið kom upp, að því er fram kemur í fréttinni. Þar kemur einnig fram að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood. Verslunarkeðjan fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim. Fyrr í mánuðinum greindi Þorsteinn Már frá því að hann ætlaði að stíga til hliðar tímabundið sem forstjóri Samherja en Björgólfur Jóhannsson tók við sem settur forstjóri útgerðarfyrirtækisins. Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sagt sig úr stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga, annars vegar Seagold og hins vegar UK Fisheries. Frá þessu greinir norski miðillinn Intrafish sem sérhæfir sig í fréttum um sjávarútveg. Þar kemur fram að útgerðarfyrirtækið Samherji eigi helmingshlut í UK Fisheries á móti hollenska félaginu Parlevliet van der Plas. Seagold er félag í eigu Samherja sem sér um markaðssetningu og sölu á vörum dótturfélags Samherja, Ice-Fresh Seafood, í Bretlandi en fyrr í dag greindi Undercurrent News frá því að breska verslunarkeðjan Sainsbury's sé hætt að kaupa frosinn fisk af umræddu dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðunin er ekki sögð tengjast Samherjamálinu og en hún var tekin áður en málið kom upp, að því er fram kemur í fréttinni. Þar kemur einnig fram að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood. Verslunarkeðjan fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim. Fyrr í mánuðinum greindi Þorsteinn Már frá því að hann ætlaði að stíga til hliðar tímabundið sem forstjóri Samherja en Björgólfur Jóhannsson tók við sem settur forstjóri útgerðarfyrirtækisins. Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17
Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent