Hringurinn þrengist í þjálfaraleit Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2019 23:00 Monty Williams er ofarlega á blaði hjá forráðamönnum Los Angeles Lakers. vísir/getty Monty Williams og Tyronn Lue eru efstir á óskalista Los Angeles Lakers sem leitar nú að nýjum þjálfara. ESPN greinir frá. Luke Walton var rekinn frá Lakers í síðustu viku eftir enn eitt vonbrigðatímabilið hjá liðinu sem hefur ekki komist í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan 2013. Forráðamenn Lakers ætla að ræða við Williams á milli leikja 2 og 3 í einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Williams er einn af aðstoðarþjálfurum Philadelphia. Williams var þjálfari New Orleans Pelicans á árunum 2010-15 og kom liðinu tvisvar í úrslitakeppnina. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá Portland Trail Blazers, Oklahoma City Thunder og Philadelphia. Þá vann hann á skrifstofunni hjá San Antonio Spurs og var aðstoðarþjálfari bandaríska karlalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Í vikunni ætla forráðamenn Lakers líka að ræða við Lue og Juwan Howard. Lue gerði Cleveland Cavaliers að NBA-meisturum 2016 en var látinn taka pokann sinn í byrjun þessa tímabils. Howard hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Cleveland síðan 2013. Hann var liðsfélagi Robs Palincka, sem stýrir þjálfaraleit Lakers, í Michigan-háskólanum á 10. áratug síðustu aldar. Lakers þarf ekki bara að finna nýjan þjálfara heldur einnig forseta í stað Magic Johnson sem hætti óvænt í síðustu viku. Þrátt fyrir að hafa fengið LeBron James í sumar vann Lakers aðeins 37 leiki á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina. NBA Tengdar fréttir Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. 10. apríl 2019 08:00 LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. 9. apríl 2019 14:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Monty Williams og Tyronn Lue eru efstir á óskalista Los Angeles Lakers sem leitar nú að nýjum þjálfara. ESPN greinir frá. Luke Walton var rekinn frá Lakers í síðustu viku eftir enn eitt vonbrigðatímabilið hjá liðinu sem hefur ekki komist í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan 2013. Forráðamenn Lakers ætla að ræða við Williams á milli leikja 2 og 3 í einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Williams er einn af aðstoðarþjálfurum Philadelphia. Williams var þjálfari New Orleans Pelicans á árunum 2010-15 og kom liðinu tvisvar í úrslitakeppnina. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá Portland Trail Blazers, Oklahoma City Thunder og Philadelphia. Þá vann hann á skrifstofunni hjá San Antonio Spurs og var aðstoðarþjálfari bandaríska karlalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Í vikunni ætla forráðamenn Lakers líka að ræða við Lue og Juwan Howard. Lue gerði Cleveland Cavaliers að NBA-meisturum 2016 en var látinn taka pokann sinn í byrjun þessa tímabils. Howard hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Cleveland síðan 2013. Hann var liðsfélagi Robs Palincka, sem stýrir þjálfaraleit Lakers, í Michigan-háskólanum á 10. áratug síðustu aldar. Lakers þarf ekki bara að finna nýjan þjálfara heldur einnig forseta í stað Magic Johnson sem hætti óvænt í síðustu viku. Þrátt fyrir að hafa fengið LeBron James í sumar vann Lakers aðeins 37 leiki á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina.
NBA Tengdar fréttir Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. 10. apríl 2019 08:00 LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. 9. apríl 2019 14:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. 10. apríl 2019 08:00
LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. 9. apríl 2019 14:30
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti