Berjaya greiðir um sjö milljarða fyrir hlutinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 Icelandair Hotels rekur meðal annars hótelið Reykjavík Natura við Nauthólsveg. Tekjur hótelkeðjunnar námu 97 milljónum dala í fyrra og þá var samanlögð EBITDA félagsins um tólf milljónir dala. Fréttablaðið/Ernir Malasíska fyrirtækjasamsteypan Berjaya Land Berhad, sem var stofnuð af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum miðað við núverandi stöðu veltufjármuna og vaxtaberandi skulda hótelkeðjunnar. Kaup malasíska risans eru jafnframt háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Berjaya sendi malasísku kauphöllinni í fyrrakvöld. Í tilkynningu malasíska félagsins er jafnframt tekið fram að kaupin í Icelandair Hotels geri félaginu kleift að hefja innreið á íslenskan markað fyrir lúxushótel sem gert sé ráð fyrir að vaxi enn frekar þegar til framtíðar sé litið. Haft er eftir Vincent Tan, sem gegnir stjórnarformennsku í Berjaya-samsteypunni, í malasískum fjölmiðlum að hann sé afar ánægður með fjárfestinguna sem feli í sér „lágan aðgangskostnað“. Bendir hann á að kaupverðið sé um 75,1 þúsund dalir, jafnvirði um 9,4 milljóna króna, fyrir hvert hótelherbergi. Fram kom í tilkynningu sem Icelandair Group sendi kauphöllinni hér á landi á laugardag að heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – væri 136 milljónir dala, um 17,1 milljarður króna, í viðskiptunum.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyÍ tilkynningu Berjaya er hins vegar upplýst um að hlutafé Icelandair Hotels og fasteignanna sé metið á 71,5 milljónir dala í viðskiptunum miðað við stöðu vaxtaberandi skulda keðjunnar, sem séu 64 milljónir dala, og veltufjármuna hennar. Áætlað kaupverð á 75 prósentum hlutafjárins sé þannig liðlega 53,6 milljónir dala en endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins. Kaupverðið á hótelkeðjunni, sé miðað við heildarvirði hennar, 136 milljónir dala, er nálægt neðri mörkum þeirra óskuldbindandi tilboða sem fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins gerðu í keðjuna. Þannig upplýsti Markaðurinn um það snemma á þessu ári að tilboð umræddra fjárfesta, sem voru meðal annars Keahótel og Reginn, sem skiluðu inn sameiginlegu tilboði, og sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, hafi numið á bilinu 140 til 165 milljónum dala. Auk skilyrða um endurfjármögnun á skuldum Icelandair Hotels, eins og áður var lýst, eru kaup Berjaya meðal annars háð samþykki dómsmálaráðuneytisins á grundvelli laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu malasíska félagsins. Ráðgjafafyrirtækið PwC á Íslandi hefur þegar gert áreiðanleikakönnun á hótelkeðjunni fyrir Berjaya en Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ráðgjafi malasísku samsteypunnar í viðskiptunum. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala, jafnvirði 12,2 milljarða króna, í fyrra og var EBITDA hótelrekstrarins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Samanlögð EBITDA hins selda – hótelkeðjunnar og fasteignanna – var um tólf milljónir dala á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Malasíska fyrirtækjasamsteypan Berjaya Land Berhad, sem var stofnuð af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum miðað við núverandi stöðu veltufjármuna og vaxtaberandi skulda hótelkeðjunnar. Kaup malasíska risans eru jafnframt háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Berjaya sendi malasísku kauphöllinni í fyrrakvöld. Í tilkynningu malasíska félagsins er jafnframt tekið fram að kaupin í Icelandair Hotels geri félaginu kleift að hefja innreið á íslenskan markað fyrir lúxushótel sem gert sé ráð fyrir að vaxi enn frekar þegar til framtíðar sé litið. Haft er eftir Vincent Tan, sem gegnir stjórnarformennsku í Berjaya-samsteypunni, í malasískum fjölmiðlum að hann sé afar ánægður með fjárfestinguna sem feli í sér „lágan aðgangskostnað“. Bendir hann á að kaupverðið sé um 75,1 þúsund dalir, jafnvirði um 9,4 milljóna króna, fyrir hvert hótelherbergi. Fram kom í tilkynningu sem Icelandair Group sendi kauphöllinni hér á landi á laugardag að heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – væri 136 milljónir dala, um 17,1 milljarður króna, í viðskiptunum.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyÍ tilkynningu Berjaya er hins vegar upplýst um að hlutafé Icelandair Hotels og fasteignanna sé metið á 71,5 milljónir dala í viðskiptunum miðað við stöðu vaxtaberandi skulda keðjunnar, sem séu 64 milljónir dala, og veltufjármuna hennar. Áætlað kaupverð á 75 prósentum hlutafjárins sé þannig liðlega 53,6 milljónir dala en endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins. Kaupverðið á hótelkeðjunni, sé miðað við heildarvirði hennar, 136 milljónir dala, er nálægt neðri mörkum þeirra óskuldbindandi tilboða sem fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins gerðu í keðjuna. Þannig upplýsti Markaðurinn um það snemma á þessu ári að tilboð umræddra fjárfesta, sem voru meðal annars Keahótel og Reginn, sem skiluðu inn sameiginlegu tilboði, og sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, hafi numið á bilinu 140 til 165 milljónum dala. Auk skilyrða um endurfjármögnun á skuldum Icelandair Hotels, eins og áður var lýst, eru kaup Berjaya meðal annars háð samþykki dómsmálaráðuneytisins á grundvelli laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu malasíska félagsins. Ráðgjafafyrirtækið PwC á Íslandi hefur þegar gert áreiðanleikakönnun á hótelkeðjunni fyrir Berjaya en Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ráðgjafi malasísku samsteypunnar í viðskiptunum. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala, jafnvirði 12,2 milljarða króna, í fyrra og var EBITDA hótelrekstrarins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Samanlögð EBITDA hins selda – hótelkeðjunnar og fasteignanna – var um tólf milljónir dala á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06