Kona á réttum stað Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. mars 2019 07:00 Ráðherraembætti þykir víst gott djobb en þeim einstaklingum sem því gegna hverju sinni verður mismikið úr verki. Sumir halla sér makindalega aftur í ráðherrastólnum og reyna að hafa það sem notalegast. Það er helst að þeir sýni lit þegar sérhagsmunaöfl krefjast þess að þörfum þeirra sé sinnt. Þá kinkar ráðherrann nánast sjálfkrafa samþykkjandi kolli. Þetta hefur til dæmis iðulega orðið raunin þegar kemur að hagsmunum stórútgerðarinnar sem er stöðugt að græða en ber sig samt alltaf jafn illa. Þá bregst varla að ráðherrar sýni sanna hluttekningu í verki, enda yfirleitt um þeirra eigin flokksmenn að ræða. Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja stjórnina. Lilja hefur ekki setið lengi á stól mennta- og menningarmálaráðherra en nýtir tíma sinn gríðarlega vel og henni hefur þegar orðið mikið úr verki. Það er vissulega skynsamlegt því á þessum síðustu og ekki alltaf jafn góðu tímum hefur ríkisstjórnum landsins ekki orðið langra lífdaga auðið. Sumir iðja jafnvel við það að telja niður daga þessarar ríkisstjórnar og spá henni óförum fyrr en síðar. Til þess þarf ekki mikið hugmyndaflug, séu örlög síðustu ríkisstjórna höfð í huga. Lilja vann bókmenntum í landinu mikið gagn með frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, en í því felst að bókaútgefendur fá endurgreiðslur á hluta kostnaðar við útgáfu. Bókaútgáfa á Íslandi er erfið og við hana þarf að styðja með öllum mögulegum ráðum. Þar hefur mennta- og menningarmálaráðherra sannarlega lagt sitt af mörkum. Lilja veit að lestur er þroskandi, eykur samkennd og víðsýni og eflir hið mikilvæga ímyndunarafl. Ráðherranum er sömuleiðis annt um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, eins og sannarlega er þörf á. Þar má vissulega deila um einstaka útfærslur en því ber að fagna að loksins sé gripið til nauðsynlegra björgunaraðgerða. Í vikunni boðaði Lilja síðan stórsókn í menntamálum til að fjölga kennurum og styðja við hið mikilvæga starf þeirra. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám og þeir geta einnig sótt um námsstyrki. Það er ekki oft sem ákvarðanir stjórnmálamanna framkalla orðin: „Loksins, loksins …“ en Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, lét einmitt þau orð falla í viðtali og bætti við að nú væri fókusinn kominn á réttan stað, sem sagt á mannauðinn í menntakerfinu. Það er langt í frá að þjóðin sé alltaf ánægð með ráðherra sína. Hún á samt að kunna að meta það sem vel er gert. Ljóst er að Lilja Alfreðsdóttir er að standa sig stórvel í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þarna er kona sem er sannarlega á réttum stað. Megi hún vera þar sem lengst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ráðherraembætti þykir víst gott djobb en þeim einstaklingum sem því gegna hverju sinni verður mismikið úr verki. Sumir halla sér makindalega aftur í ráðherrastólnum og reyna að hafa það sem notalegast. Það er helst að þeir sýni lit þegar sérhagsmunaöfl krefjast þess að þörfum þeirra sé sinnt. Þá kinkar ráðherrann nánast sjálfkrafa samþykkjandi kolli. Þetta hefur til dæmis iðulega orðið raunin þegar kemur að hagsmunum stórútgerðarinnar sem er stöðugt að græða en ber sig samt alltaf jafn illa. Þá bregst varla að ráðherrar sýni sanna hluttekningu í verki, enda yfirleitt um þeirra eigin flokksmenn að ræða. Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja stjórnina. Lilja hefur ekki setið lengi á stól mennta- og menningarmálaráðherra en nýtir tíma sinn gríðarlega vel og henni hefur þegar orðið mikið úr verki. Það er vissulega skynsamlegt því á þessum síðustu og ekki alltaf jafn góðu tímum hefur ríkisstjórnum landsins ekki orðið langra lífdaga auðið. Sumir iðja jafnvel við það að telja niður daga þessarar ríkisstjórnar og spá henni óförum fyrr en síðar. Til þess þarf ekki mikið hugmyndaflug, séu örlög síðustu ríkisstjórna höfð í huga. Lilja vann bókmenntum í landinu mikið gagn með frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, en í því felst að bókaútgefendur fá endurgreiðslur á hluta kostnaðar við útgáfu. Bókaútgáfa á Íslandi er erfið og við hana þarf að styðja með öllum mögulegum ráðum. Þar hefur mennta- og menningarmálaráðherra sannarlega lagt sitt af mörkum. Lilja veit að lestur er þroskandi, eykur samkennd og víðsýni og eflir hið mikilvæga ímyndunarafl. Ráðherranum er sömuleiðis annt um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, eins og sannarlega er þörf á. Þar má vissulega deila um einstaka útfærslur en því ber að fagna að loksins sé gripið til nauðsynlegra björgunaraðgerða. Í vikunni boðaði Lilja síðan stórsókn í menntamálum til að fjölga kennurum og styðja við hið mikilvæga starf þeirra. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám og þeir geta einnig sótt um námsstyrki. Það er ekki oft sem ákvarðanir stjórnmálamanna framkalla orðin: „Loksins, loksins …“ en Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, lét einmitt þau orð falla í viðtali og bætti við að nú væri fókusinn kominn á réttan stað, sem sagt á mannauðinn í menntakerfinu. Það er langt í frá að þjóðin sé alltaf ánægð með ráðherra sína. Hún á samt að kunna að meta það sem vel er gert. Ljóst er að Lilja Alfreðsdóttir er að standa sig stórvel í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þarna er kona sem er sannarlega á réttum stað. Megi hún vera þar sem lengst.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun