Viðskipti innlent

Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland ógilt

Samúel Karl Ólason skrifar
Iceland Foods fær tvo mánuði til að áfrýja úrskurðinum sem kveðinn var upp á föstudaginn. Verslunarkeðjan mun geta haldið áfram að stunda viðskipti undir nafninu.
Iceland Foods fær tvo mánuði til að áfrýja úrskurðinum sem kveðinn var upp á föstudaginn. Verslunarkeðjan mun geta haldið áfram að stunda viðskipti undir nafninu.

Hugverkastofa Evrópu, EUIPO, hefur ógilt vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðinu Iceland í Evrópusambandinu. Íslensk stjórnvöld auk Íslandsstofu og Samtaka atvinnulífsins stefndu verslunarkeðjunni árið 2016 vegna einkaleyfisins, sem verslunarkeðjan fékk árið 2014. Þá hafði verslunarkeðjan beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu.Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins að niðurstaða EUIPO komi honum ekki á óvart.„…enda gengur það gegn almennri skynsemi að erlent fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis eins og þarna hefur verið gert. Hér er um að ræða áfangasigur í afar þýðingarmiklu máli fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki. Landið okkar er þekkt fyrir hreinleika og sjálfbærni og því verðmæti fólgin í vísun til uppruna íslenskra vara.“Iceland Foods fær tvo mánuði til að áfrýja úrskurðinum sem kveðinn var upp á föstudaginn. Verslunarkeðjan mun geta haldið áfram að stunda viðskipti undir nafninu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.