Fyrirliðarnir og byrjunarliðin klár í Stjörnuleik NBA 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 11:30 LeBron James og Giannis Antetokounmpo. Mynd/Twitter/NBA LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks verða fyrirliðarnir í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár og fá því að kjósa sér leikmenn í sín lið. LeBron James fékk flest atkvæði allra í Vesturdeildinni en Giannis Antetokounmpo fékk flest atkvæði í Austurdeildinni. Leikurinn sjálfur fer fram í Charlotte 17. febrúar næstkomandi.The 2019 #NBAAllStar Team Captains!#TeamLeBron#TeamGiannis NBA All-Star Draft Show, Thursday Feb. 7, 7:00pm/et, @NBAonTNT! pic.twitter.com/sy3Kf0uZFl — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 25, 2019Þetta er í fimmtánda skiptið sem LeBron James er kosinn í stjörnuleikinn en í fyrsta sinn sem leikmaður úr Vesturdeildinni því fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins spilað með liðum í Austurdeildinni (Cleveland Cavaliers og Miami Heat).The Western Conference @NBAAllStar Starters Pool!@KingJames@JHarden13@StephenCurry30@Yg_Trece@KDTrey5#NBAAllStarpic.twitter.com/PnkabEbUVm — NBA (@NBA) January 25, 2019Það er líka ljóst hverjir verða í byrjunarliðunum. Úr Vesturdeildinni verða einnig í byrjunarliðinu þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry og Kevin Durant hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets. Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans var mjög nálægt því að komast í byrjunarliðið á kostnað Paul George. Úr Austurdeildinni verða líka í byrjunarliðunum Kawhi Leonard hjá Toronto Raptors, Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyrie Irving hjá Boston Celtics.The Eastern Conference @NBAAllStar Starters Pool! @Giannis_An34@KyrieIrving@KembaWalker@kawhileonard@JoelEmbiid#NBAAllStarpic.twitter.com/bLwuc8d6sV — NBA (@NBA) January 25, 2019Luka Doncic, slóvenski nýliðinn hjá Dallas Mavericks, komst ekki í byrjunarliðið þrátt fyrir góða kosningu en honum vantaði fleiri atkvæði frá öðrum leikmönnum í deildinni sem höfðu 25 prósent vægi. Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili en hann var valinn númer þrjú síðasta sumar.Luka Doncic nearly became the first rookie to start in an All-Star game since Yao Ming #Mavspic.twitter.com/rf0SLSHQpK — Mavs Nation (@MavsNationNet) January 25, 2019Þjálfarar í NBA-deildinni munu velja restina af leikmönnunum í leikinn og þegar allur leikmannalistinn er klár þá munu þeir LeBron James og Giannis Antetokounmpo skiptast á að kjósa í lið. Sú kosning verður í beinni sjónvarpsútsendingu á TNT 7. febrúar.ICYMI | The East and West All-Star starters. pic.twitter.com/qKsyULGyly — Basketball Forever (@Bballforeverfb) January 25, 2019 NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks verða fyrirliðarnir í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár og fá því að kjósa sér leikmenn í sín lið. LeBron James fékk flest atkvæði allra í Vesturdeildinni en Giannis Antetokounmpo fékk flest atkvæði í Austurdeildinni. Leikurinn sjálfur fer fram í Charlotte 17. febrúar næstkomandi.The 2019 #NBAAllStar Team Captains!#TeamLeBron#TeamGiannis NBA All-Star Draft Show, Thursday Feb. 7, 7:00pm/et, @NBAonTNT! pic.twitter.com/sy3Kf0uZFl — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 25, 2019Þetta er í fimmtánda skiptið sem LeBron James er kosinn í stjörnuleikinn en í fyrsta sinn sem leikmaður úr Vesturdeildinni því fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins spilað með liðum í Austurdeildinni (Cleveland Cavaliers og Miami Heat).The Western Conference @NBAAllStar Starters Pool!@KingJames@JHarden13@StephenCurry30@Yg_Trece@KDTrey5#NBAAllStarpic.twitter.com/PnkabEbUVm — NBA (@NBA) January 25, 2019Það er líka ljóst hverjir verða í byrjunarliðunum. Úr Vesturdeildinni verða einnig í byrjunarliðinu þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry og Kevin Durant hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets. Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans var mjög nálægt því að komast í byrjunarliðið á kostnað Paul George. Úr Austurdeildinni verða líka í byrjunarliðunum Kawhi Leonard hjá Toronto Raptors, Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyrie Irving hjá Boston Celtics.The Eastern Conference @NBAAllStar Starters Pool! @Giannis_An34@KyrieIrving@KembaWalker@kawhileonard@JoelEmbiid#NBAAllStarpic.twitter.com/bLwuc8d6sV — NBA (@NBA) January 25, 2019Luka Doncic, slóvenski nýliðinn hjá Dallas Mavericks, komst ekki í byrjunarliðið þrátt fyrir góða kosningu en honum vantaði fleiri atkvæði frá öðrum leikmönnum í deildinni sem höfðu 25 prósent vægi. Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili en hann var valinn númer þrjú síðasta sumar.Luka Doncic nearly became the first rookie to start in an All-Star game since Yao Ming #Mavspic.twitter.com/rf0SLSHQpK — Mavs Nation (@MavsNationNet) January 25, 2019Þjálfarar í NBA-deildinni munu velja restina af leikmönnunum í leikinn og þegar allur leikmannalistinn er klár þá munu þeir LeBron James og Giannis Antetokounmpo skiptast á að kjósa í lið. Sú kosning verður í beinni sjónvarpsútsendingu á TNT 7. febrúar.ICYMI | The East and West All-Star starters. pic.twitter.com/qKsyULGyly — Basketball Forever (@Bballforeverfb) January 25, 2019
NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira