Bud Light á leið í vínbúðirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 15:59 Bud Light er með rúmlega 15 prósenta markaðshlutdeild á bandaríska bjórmarkaðnum. Getty/Erika Goldring Íslendingar munu geta gætt sér á vinsælasta bjórnum vestanhafs, hinum bandaríska Bud Light, frá og með 1. mars næstkomandi. Þá verða 30 ár liðin frá því að bjór var aftur leyfður á Íslandi, eftir rúmlega 70 ára útskúfun. Að sögn Halldórs Ægis Halldórsson, starfsmanns Vínnes sem flytur Bud Light til landsins, hefur innflutningurinn verið í undirbúning í um fimm ár. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækinu, sem er með dreifingarsamning við móðurfélag Bud Light, hafi regluleg borist fyrirspurnir um hvort Vínnes geti hafið sölu bjórsins hér á landi. Fyrstu vörubrettin hafi komið til landsins í síðustu viku og því hafi það óneitanlega verið svekkjandi að geta ekki boðið upp á bjórinn fyrir sjálfan úrslitaleik ameríska fóboltans, sem fram fór 3. febrúar. Bud Light hefur lengi verið söluhæsti bjórinn í Bandaríkjunum en ætla má að hann sé með um 15,4 prósent markaðshlutdeild vestanhafs. Bjórinn kom fyrst á markað árið 1982 og er honum stundum lýst sem „þunnum og vatnskenndum,“ en um leið að hann sé „frískandi.“ Bandarískir léttbjórar hafa verið að ná fótfestu hér á landi, en Coors Light rataði fyrst í hillur vínbúðanna í upphafi árs 2018. Halldór Ægir segir að hægt verði að nálgast Bud Light í fjórum verslunum ÁTVR: í Kringlunni, Skútuvogi, Hafnarfirði og Heiðrúnu. Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Coors Light til sölu á Íslandi Aðdáendur léttbjórs hafa margir hverjir beðið lengi eftir komu þessa bjórs til landsins. 4. janúar 2018 11:06 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Íslendingar munu geta gætt sér á vinsælasta bjórnum vestanhafs, hinum bandaríska Bud Light, frá og með 1. mars næstkomandi. Þá verða 30 ár liðin frá því að bjór var aftur leyfður á Íslandi, eftir rúmlega 70 ára útskúfun. Að sögn Halldórs Ægis Halldórsson, starfsmanns Vínnes sem flytur Bud Light til landsins, hefur innflutningurinn verið í undirbúning í um fimm ár. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækinu, sem er með dreifingarsamning við móðurfélag Bud Light, hafi regluleg borist fyrirspurnir um hvort Vínnes geti hafið sölu bjórsins hér á landi. Fyrstu vörubrettin hafi komið til landsins í síðustu viku og því hafi það óneitanlega verið svekkjandi að geta ekki boðið upp á bjórinn fyrir sjálfan úrslitaleik ameríska fóboltans, sem fram fór 3. febrúar. Bud Light hefur lengi verið söluhæsti bjórinn í Bandaríkjunum en ætla má að hann sé með um 15,4 prósent markaðshlutdeild vestanhafs. Bjórinn kom fyrst á markað árið 1982 og er honum stundum lýst sem „þunnum og vatnskenndum,“ en um leið að hann sé „frískandi.“ Bandarískir léttbjórar hafa verið að ná fótfestu hér á landi, en Coors Light rataði fyrst í hillur vínbúðanna í upphafi árs 2018. Halldór Ægir segir að hægt verði að nálgast Bud Light í fjórum verslunum ÁTVR: í Kringlunni, Skútuvogi, Hafnarfirði og Heiðrúnu.
Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Coors Light til sölu á Íslandi Aðdáendur léttbjórs hafa margir hverjir beðið lengi eftir komu þessa bjórs til landsins. 4. janúar 2018 11:06 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Coors Light til sölu á Íslandi Aðdáendur léttbjórs hafa margir hverjir beðið lengi eftir komu þessa bjórs til landsins. 4. janúar 2018 11:06