LeBron James með þrennu í þriðja leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 07:30 LeBron James mætir einbeittur og hungraður inn í þetta tímabil. Hér reynir Finninn Lauri Markkanen að hægja á honum í nótt. Getty/Stacy Revere Los Angeles Lakers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann endurkomusigur á Chicago Bulls. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð eftir tapið í fyrsta leik tímabilsins. LeBron James var með þriðju þrennuna í röð í 118-112 útisigri Los Angeles Lakers á Chicago Bulls. James bauð upp á 30 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst í nótt.First Laker with three straight triple-doubles in 32 years. All hail the King pic.twitter.com/2W9IatY7CK — Los Angeles Lakers (@Lakers) November 6, 2019 Með þessu varð LeBron James fyrsti leikmaður Los Angeles Lakers til að ná þrennu í þremur leikjum í röð síðan að Magic Johnson var með fjórar þrennur í röð árið 1987. Kyle Kuzma stimplaði sig inn í tímabilið í endurkomu Lakers-liðsins í fjórða leikhlutanum en Kuzma var þá með 11 af 15 stigum sínum. Lakers menn unnu fjórða leikhlutann 38-19 og tryggðu sér sigurinn.30 PTS | 11 AST | 10 REB@KingJames puts up his third-straight TRIPLE-DOUBLE in the @Lakers' sixth-straight win! #LakeShowpic.twitter.com/ORB3AX72SZ — NBA (@NBA) November 6, 2019 Kuzma meiddist með bandaríska landsliðinu í sumar og var bara að spila sinn þriðja leik. Hann hrökk í gang á lokakaflanum við mikið fögnuð liðsfélaga sinna en bæði LeBron James og Anthony Davis voru þá á bekknum. Kyle Kuzma hefur allt til alls til að verða þriðja stórstjarna Lakers liðsins og þess vegna gefur framganga hans í nótt góð fyrirheit.39 PTS | 17-20 FGM | 7 REB | 8 AST@gordonhayward ties a career-high in scoring and lifts the @Celtics on the road! #Celticspic.twitter.com/rytASTmPK6 — NBA (@NBA) November 6, 2019 Gordon Hayward skoraði 39 stig í nótt þegar Boston Celtics vann 119-113 útisigur á Cleveland Cavaliers en Hayward hitti meðal annars úr öllum sextán tveggja stiga skotum sínum í leiknum og alls 17 af 20 skotum utan af velli. Kemba Walker var með 25 stig sem hefur eins og Lakers ekki tapað síðan í fyrsta leik tímabilsins.@Devonte4Graham comes off the bench and scores a career-high 35 PTS (including 18 in the 4Q and OT) to lead the @hornets to victory! #AllFlypic.twitter.com/tNnehmn7VG — NBA (@NBA) November 6, 2019the updated #NBA standings through Nov. 5! pic.twitter.com/KSH2OJJffq — NBA (@NBA) November 6, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Miami Heat 109-89 Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 112-118 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 102-94 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 108-100 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-120 (113-113) Cleveland Cavaliers - Boston Celtics 113-119Backcourt tandem @shaiglalex (24 PTS) and @CP3 (20 PTS) combine for 44 PTS in the @okcthunder win! #ThunderUppic.twitter.com/6pE9HbPUQB — NBA (@NBA) November 6, 2019 NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Los Angeles Lakers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann endurkomusigur á Chicago Bulls. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð eftir tapið í fyrsta leik tímabilsins. LeBron James var með þriðju þrennuna í röð í 118-112 útisigri Los Angeles Lakers á Chicago Bulls. James bauð upp á 30 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst í nótt.First Laker with three straight triple-doubles in 32 years. All hail the King pic.twitter.com/2W9IatY7CK — Los Angeles Lakers (@Lakers) November 6, 2019 Með þessu varð LeBron James fyrsti leikmaður Los Angeles Lakers til að ná þrennu í þremur leikjum í röð síðan að Magic Johnson var með fjórar þrennur í röð árið 1987. Kyle Kuzma stimplaði sig inn í tímabilið í endurkomu Lakers-liðsins í fjórða leikhlutanum en Kuzma var þá með 11 af 15 stigum sínum. Lakers menn unnu fjórða leikhlutann 38-19 og tryggðu sér sigurinn.30 PTS | 11 AST | 10 REB@KingJames puts up his third-straight TRIPLE-DOUBLE in the @Lakers' sixth-straight win! #LakeShowpic.twitter.com/ORB3AX72SZ — NBA (@NBA) November 6, 2019 Kuzma meiddist með bandaríska landsliðinu í sumar og var bara að spila sinn þriðja leik. Hann hrökk í gang á lokakaflanum við mikið fögnuð liðsfélaga sinna en bæði LeBron James og Anthony Davis voru þá á bekknum. Kyle Kuzma hefur allt til alls til að verða þriðja stórstjarna Lakers liðsins og þess vegna gefur framganga hans í nótt góð fyrirheit.39 PTS | 17-20 FGM | 7 REB | 8 AST@gordonhayward ties a career-high in scoring and lifts the @Celtics on the road! #Celticspic.twitter.com/rytASTmPK6 — NBA (@NBA) November 6, 2019 Gordon Hayward skoraði 39 stig í nótt þegar Boston Celtics vann 119-113 útisigur á Cleveland Cavaliers en Hayward hitti meðal annars úr öllum sextán tveggja stiga skotum sínum í leiknum og alls 17 af 20 skotum utan af velli. Kemba Walker var með 25 stig sem hefur eins og Lakers ekki tapað síðan í fyrsta leik tímabilsins.@Devonte4Graham comes off the bench and scores a career-high 35 PTS (including 18 in the 4Q and OT) to lead the @hornets to victory! #AllFlypic.twitter.com/tNnehmn7VG — NBA (@NBA) November 6, 2019the updated #NBA standings through Nov. 5! pic.twitter.com/KSH2OJJffq — NBA (@NBA) November 6, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Miami Heat 109-89 Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 112-118 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 102-94 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 108-100 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-120 (113-113) Cleveland Cavaliers - Boston Celtics 113-119Backcourt tandem @shaiglalex (24 PTS) and @CP3 (20 PTS) combine for 44 PTS in the @okcthunder win! #ThunderUppic.twitter.com/6pE9HbPUQB — NBA (@NBA) November 6, 2019
NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira