Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 12:04 Frá kynningarfundi peningastefnunefndar í húsakynnum Seðlabankans í morgun. Vísir/baldur Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent