„Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:45 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir EES-samninginn hafa haft mjög góða hluti í för með sér fyrir neytendur. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45
Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00