Hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2019 07:55 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Vísir Skattrannsóknarstjóra hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum og þá hefur verið reynt að múta Bryndísi Kristjánsdóttur, sem gegnt hefur embætti skattrannsóknarstjóra frá árinu 2007. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í Viðskiptamogganum í dag. „Ég hef fengið hótanir og það hefur líka verið reynt að múta mér. Það eru dæmi um það. Þeir sem sæta rannsókn koma ekki sjálfviljugir hingað. Það er allt undir. Allir þínir peningar, fjármunir og þetta reynir auðvitað á alla. Fjölskyldu og maka og tekur oft langan tíma. Við reynum að vera meðvituð um þetta,“ segir Bryndís í viðtalinu. Þá hefur öðrum starfsmönnum embættisins einnig verið hótað og í einu tilfelli var til að mynda ættingjum starfsmanns hótað atvinnumissi. Bryndís segir að sér hafi þótt það svolítið langt gengið en oft sé erfitt með sönnun í svona málum þar sem fólki er hótað þar sem hótanirnar séu sjaldnast settar fram í vitna viðurvist. „En stofnuninni sem slíkri hefur verið hótað, og okkur hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hótað,“ segir Bryndís. Einu sinni var síðan reynt að múta henni með því að hún fengi að drekka frítt á bar niðri í bæ í heilt ár gegn því að tiltekið mál yrði fellt niður. „Einhverjir hefðu kannski freistast til þess. Þetta er náttúrlega bara hluti af þessu starfi. Það er auðvitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og stend og fell með því. Það eru engin svona afskipti sem hafa áhrif á það hvernig við tökum á málum,“ segir skattrannsóknarstjóri. Skattar og tollar Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Skattrannsóknarstjóra hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum og þá hefur verið reynt að múta Bryndísi Kristjánsdóttur, sem gegnt hefur embætti skattrannsóknarstjóra frá árinu 2007. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í Viðskiptamogganum í dag. „Ég hef fengið hótanir og það hefur líka verið reynt að múta mér. Það eru dæmi um það. Þeir sem sæta rannsókn koma ekki sjálfviljugir hingað. Það er allt undir. Allir þínir peningar, fjármunir og þetta reynir auðvitað á alla. Fjölskyldu og maka og tekur oft langan tíma. Við reynum að vera meðvituð um þetta,“ segir Bryndís í viðtalinu. Þá hefur öðrum starfsmönnum embættisins einnig verið hótað og í einu tilfelli var til að mynda ættingjum starfsmanns hótað atvinnumissi. Bryndís segir að sér hafi þótt það svolítið langt gengið en oft sé erfitt með sönnun í svona málum þar sem fólki er hótað þar sem hótanirnar séu sjaldnast settar fram í vitna viðurvist. „En stofnuninni sem slíkri hefur verið hótað, og okkur hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hótað,“ segir Bryndís. Einu sinni var síðan reynt að múta henni með því að hún fengi að drekka frítt á bar niðri í bæ í heilt ár gegn því að tiltekið mál yrði fellt niður. „Einhverjir hefðu kannski freistast til þess. Þetta er náttúrlega bara hluti af þessu starfi. Það er auðvitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og stend og fell með því. Það eru engin svona afskipti sem hafa áhrif á það hvernig við tökum á málum,“ segir skattrannsóknarstjóri.
Skattar og tollar Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira